Eimreiðin - 01.01.1916, Side 70
70
leiðinu. Einni konu hafði hann unnað af alhug, og hún kraup við
altarið hjá annars manns hlið.«
í annarri sögunni, sem heitir » Þ ó r a«, segir frá ungri og hraust-
legri heimasætu á bæ upp til fjalla, einkabami foreldra sinna. Þar
kemur ungur maður á ferð snemma vetrar, dauðveikur af brjósttær-
ingu og lungnabólgu, legst þar og verður þar veturgestur, en fær
heilsu sína og heldur áfram með vorinu. En bóndadóttirin, sem
hefir hjúkrað honum, ber þær menjar komu hans, að hún er sjúk
orðin bæði á sál og líkama, sjúk af ást tll veturgestsins og sjúk af
brjósttæringu, sem hún hefir fengið í hjúkrunarlaun. Og þetta dregur
hana til dauða.
þriðja sagan heitir »Sumar«, og segir þar frá annarri heima-
sætu upp til fjalla og ungum verkfræðiúgi, sem verður sumargestur
hjá foreldrum hennar, meðan stendur á brúargerð þar í grendinni.
Verða þau ástfangin hvort í öðru, en hann á sér áður heitmey, sem
hann hvorki vill né getur brugðist. Skilnaðurinn verður þv( sár á
báðar hliðar. En sex árum síðar, er hann er á ferð um sömu sveit-
ina, em þau bæði gift. Hann vildi þó ekki koma við á heimili henn-
ar, vissi ekkert, hvernig henni mundi líða, »og treysti sér naumast til
þess, að sjá hana á valdi annars mannsc.
Fjórða sagan heitir »Fáninn« og segir frá sýslumannsdóttur,
sem trúlofast ungum sjálfstæðismanni, og hefir hann sent henni blá-
hvítan silkifána sem lesmerki í bók, er hún hafði lánað honum.
Verður móðir hennar æfareið, er hún verður þessa vís, en sýslumað-
urinn lætur sér segjast og gefur samþykki sitt. »Hann má eiga þig,
þó hann sé sjálfstæðismaður og skýjaglópur í aðra röndina,« segir
hann Og þegar þau eru gift og sigla út fjörðinn og sýslumanns-
hjónin standa eftir í fjömnni og horfa á skipið skreytt mörgum fán-
um til virðingar ungu hjónunum, þá grætur frúin, en sýslumaður segir
rauður í andliti: »Við verðum að sætta okkur við þetta, Hildur;
unga fólkið siglir undir sínu eigin merki.«
í fimtu sögunni, sem heitir »Tveir heimar«, segir frá ungum
kaupmannshjónum og þó aðallega kaupmannskonunni, sem leikur að-
dáanlega á hljóðfæri og lifir meira í heimi tónanna og endurminninga
um dáinn æskuvin, en heimi veruleikans og líðandi stundar. En
maður hennar, sem sjálfur einkum lifir ( heimi kaupskaparins, lítur á
þetta með fullri sanngirni og segir: »Heldur þú þá, að ég sé svona
vondur, að ég heimti að eiga hvert tár, sem þú grætur?« — »Nei,
nei! En ég vildi sjálf, að þú ættir þau öll.« — »Álfheiður, — nei,
þú gerir alt of harðar kröfur til þín. Heldur þú, að ég eigi nokkurn
rétt til þess, sem var liðið, áður en við sáumst?«
Flestum kemur víst saman um, að meiri vandi sé að semja smá-
sögur, en langar skáldsögur. Efnið ( þeim verður annaðhvort að vera
svo Ktið eða því svo saman þjappað, að þar reynir miklu meira á
listfengi höf., en í stærri sögunum. Meðferðin, stíllinn, framsetningin
verður aðalatriðið, miklu fremur en efnið.
Það gefur mönnum því litla hugmynd um þessar sögur, þó skýrt
sé frá efni þeirra í fáeinum línum, eins og hér hefir verið gert. Með-
ferðin á því skiftir mestu. Og um hana er það að segja, að hún er