Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 74

Eimreiðin - 01.01.1916, Qupperneq 74
74 verður ekki skýrt nema í lengra máli, en vér höfum rúm fyrir. En það hefði lfka lítið að þýða, þvl það mundi litla hugmynd gefa um sögumar. Menn verða að lesa þær sjálfar, og það vonum vér, að sem flestir geri. Þær eiga það sannarlega skilið, og engan mun þess iðra, að kaupa þær. Ekki svo að skilja, að ekki sé neitt út á þær að setja sem sögur, skoðaðar frá sjónarmiði lista eða fagurfræði. í því efni má margt að þeim finna. Því þó þær séu í söguformi, þá eru þær miklu fremur prédikanir, hugvekjur og samræður um landsins gagn og nauðsynjar. En svo snjallar eru þessar prédikanir og svo þrungnar af áhuga, siðfræði og ættjarðarást, að manni getur ekki annað en dottið í hug, að vel mundi þeim krónum varið, ef lands- stjómin vildi gera höf. út með nesti og nýja skó, til þess að ferðast um landið og prédika fyrir fólkinu. Vér erum illa sviknir, ef þess sæjust engin merki í framtlðinni, þegar unga kynslóðin vex upp. Og ekki mun hylli höf. hjá kvennfólkinu minka við þessar sögur. Jafnvel ekki ólíklegt, að mörg konan verði svo hugfangin af þeim, að þær geymi þær undir koddanum, ef ekki á brjóstum sér. Og það ekki að ástæðulausu, jafn-fagurlega og vel þar er tekið svari kvenna og lýst beztu kostum þeirra, bæði í >Tilhugalíf«, »Sólhvörf« og víðar. í sögunni >Sólhvörf« segir frá manni, sem hefir verið miður góður eiginmaður, en fyrst vaknar, er hann hefir mist konu sína, og sér þá, hvílíka ágætiskonu hann hefir átt og hve mikið hann hefir mist. í niðurlagi sögunnar farast honum meðal annars svo orð: »Og ég næ til þín í svefninum — eða þú til mín. Mér er sarna hvort heldur er, fyrst við náum saman. Þá ertu unnusta mín og eig- inkona. í’á hefi ég orðið grátfegnastur á æfi minni. Þú þjónaðir mér í lífinu. Nú drotnar þú yfir mér í gröfinni, bæði í vöku og svefni. Nú skil ég kjarna kristindómsins, sem kemur fram í líkingunni um lausnarann, sem gerðist þjónn mannanna, svo hann gæti náð valdi yfir þeim með kærleikanum.« Að sögurnar séu skemtilegar aflestrar, þarf naumast að taka fram, — úr því þær eru eftir Guðm. Friðjónsson. Því þó málskrúðið sé á einstaka stað helzt til mikið og stíllinn því ekki eins látlaus, eins og bezt færi á í sögum, þá er hann þó yfileitt svo framúrskarandi, lík- ingarnar svo smellnar og setningarnar svo kjarnyrtar, að maður nálega gleymir því, hve íburðarmikill stíllinn stundum er — og finst fara vel á því. En þar sem málið er jafn-prýðilegt og frágangurinn yfirleitt snot- ur, fer ekki sem bezt á, að sjá aðrar eins stafsetningarvillur og þessar: »Sillu« f. syllu (bls. 7), »ilgeislum« f. ylgeislum (34), »ísubeini« f. ýsu- beini (78), »munngát« f. mungát (108), »einkadóttir« f. einkadóttur (173), »byngnum« f. bingnum (181) og »eiktamörk« f. eyktamörk (184). Leiðinleg prentvilla er og »foramanni« f. formanni (14). V. G.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.