Vísir - 08.12.1959, Side 2
2
JÓLABLAÐ VÍSIS
at afli ok forvitr. Gissur var
algerr at sér um alla hluti, þá
er karlmaður átti at sér at hafa.
Hann var farmaðr mikill inn
fyrri hluta æfi sinnar.“
— — — Ennfremur eftir
biskupsvígsluna í Magðaborg í
Saxlandi: „Eftir þat fór Gissur
byskup út til fslands, ok tók
öll alþýða feginsamliga viS
honum. Hann tók tígu ok virð-
ing svá mikla, þegar snemm-
endis byskupsdóms síns, ok
svá vildi hverr maðr sitja ok
standa sem hann bauð, ungr ok
gamall, sæll ok fátækr, konur
ok karlar, ok var rétt at segja
at hann var bæði konungr ok
byskup yfir landinu, meðan
hann lifði.
Hann hafði ekki alt land til
ábúðar í Skálholti fyrst nokk--
ura stund byskupsdæmis síns,
af því at Dalla móðir hans,
vildi búa á sínum hluta lands*
ins, meðan hon lifði. En þá er
hon var önduð og byskup hlaut
alt land, þá lagði hann þat alt
til kirkju þeirrar, er í Skálholti
er ok hann hafði sjálfr hafði
gera látit, þrítug at lengd, ok
vígð Pétri postula ok mörg goði
Glermálverk: Maríumynd, hluti af gluggarúðu Maríustúku
FRÁ
MIÐDAL
OG ☆ LIST § HANS
Meðal þeirra, sem tóku þátt
I samkeppni um skreytingu
Skálholtskirkju var Guðmund-
ur Einarsson frá Miðdal, en
hann, ásamt Finni Jónssyni
listmálara .gerði .glermálverk
fyrir Bessastaðakirkju fyrir
þrem árum.
Samkvæmt útboði um keppn-
ina var mælst til þess að þátt-
takendur hefðu í huga sögn
Skálholtsstaðar frá upphafi, og
voru nefnd ýms dæmi um at-
burði hins sögufrægá staðar.
Nokkrir listamenn tóku tilmæli
þessi hátíðlega og gerðu ýtar-
legar tillögur í þá átt, meðal
þeirra var Guðmundur Einars-
son. Hann lagði fram 9 teikn-
ingar. Fjórar fyrir kór, tvær í
kross-stúkurnar og þrjár í hlið-
arvængi aðalkirkju. Voru það
fullunnar teikningar í litum í
þeim hlutföllum, sem óskað var
eftir í útboðsskjölum.
Tillögur þær; sem nefndinni
bárust voru sýndar í Austur-
bæjarbarnaskóla í nokkra daga
að sumarlagi, og fór sú sýning
fyrir ofan garð og neðán hjá
almenningi, og var lítið um
hana ritað. Síðar voru tillög-
urnar sýndar í Kaupmanna-
höfn. Lítið fréttist um útkomu
þessarar sýningar, og en minna
um sjónarmið dómenda.
Vísir birtir hér með tvær af
tillögum Guðmundar, er önnur
þeirra ætluð til skreytingar
Maríustúku kirkjunnar. Sýnir
myndin aðeins % teikningar-
innar. Þarf sú mynd ekki skýr-
ingar við.
Hin myndin er um atburð
þann er Dalla, móðir Gissurs
Isleifssonar afhendir hinum
nýstofnaða biskupsstól lands-
ins Skálholt til eignar.
Um atburð þenna er ritað í
Biskupasögum þannig:
„Gissur sonur ísleifs bysk-
ups,' var fæddur í Skálholti, en
hann var lærður í Saxlandi ok
vígður til prests þegar á unga
aldri. En er hann kom út til
íslands, þá kvángaðist hann ok
fékk Steinunnar Þorgrímsdótt-
ur, er áður hafði átt Þórir
Broddason, og bjuggu þau fyrst
at Hofi í Vápnafirði.
Gissur var mikill maður
vexti, og vel bolvexti, bjart-
eygr ok nökkut opineygr, tígul-
legur í yfirbragði ok allra
manna góðgjarnastr, rammur
Skálholtskirkju.
Skálholt afhent sem biskupssetur árið.