Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 8

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐ VÍSIS Hér sést „stúlkan með dýru brjóstin“. Hún fann upp á jtví að tryg»ja á sér brjóstin fyrir 50,000 dollara gegn allskyns skemmdum, og fékk viðurnefnið af því. of-war“ (herskipa), stríðs, sjó- ræningja, ræningja, þjófa; gegn því að flutningi sé varpað fyrir borð; skyndiárás, hertöku á hafi, kyrrsetningu, upptöku, haldi af hendi konunga, prinsa eða almenning. Þegar olíuflutningaskipið WorldConcordbrotnaði í tvennt í írlapdshafi í nóvember 1954, féll tjónið á hið breiða bak Lioyds. Þá varð mikill kurr í The Room, þegar félagarnir heyrðu, að skipið hefði verið byggt í Bretlandi. Lloyds hafði talið það óhugsandi, að brezkt skip gæti brotnað í tvennt í rúmsjó. Skipasmíðastöðin full- yrti, að líkurnar fyrir því, að skip brotnaði þannig í tvennt væri eins og einn á móti millj- ón. Lloyds var þó eftir sem áð- ur sannfærður um að brezk- byggt skip væri bezta skip í heimi og greiddu tjónið möglun- arlaust. Veðrið varð' Lloyds dýrt. A stríðsárunum fór eng- inn vátryggjandi varahluta af ósköpunum sem yfir dundu, en þó var það samt hin stóra Cricket harmsaga, sem kom Lioyds úr jafnvægi, en ekki stríðstjónin. Eins og kunnugt er, eru Bret- ar mjög áhugasamir Cricket- leikarar og Lloydsmenn eru það ekki síður en aðrir Bretar, og hverfur áhuginn fyrir viö- skiptunum jafnvel í skuggann þegar Ci’icket er annars vegar. Eins og flest annað, sem Lloyds tryggir, tryggir það fyr- ir því tjóni, sem það getur haft á leikinn, ef skyndilega tekur að rigna á leikvellinum. Eru iðgjöldin allmisjöfn eftir því, hvar leikvellirnir eru staðsettir. Þegar keppnitímanum lauk ár- ið 1954 hafði aðeins tekizt að ljúka þrem meistarflokksleikj- um í Old Traffoi’d í Manchester. Eina helgina þurfti að aflýsa öllum meistaraflokkskeppnum, sem búið var að auglýsa. Þeg- ar keppnitíminn var hálfnað- ur, var svo komið, að brezka blaðamannasambandið hafði gefizt upp við að halda tölu á cllum þeim leikjum, sem fall- ið höfðu niður í landinu sökum veðurs. Lloyds hafði tapað ó- grynni fjár, en þeir létu það ekki á sig fá og héldu áfram að ti'yggja í þeiri’i von, að þeir mundu vinna upp tapið á kom- andi árum. Ci’icketleikur mun ekki leggjast niður á Bretlandi af þeim sökum, að Lloyds hafi gefizt upp við að skapa honum trygg skilyi’ði, sagði einn hinna þrautseigu, gömlu félaga. í>ú ert kannske tryggður hjá Lloyds. Þótt undarlegt megi vii’ðast, þá kemur helmingur af ið- gjaldatekjum Lloyds frá ámer- ískum viðskiptavinum,, eða um Vz milljarður dollara á ári. Þeg- ar það var ákveðið, árið 1939, að setja upp dollaratrygginga- sjóð í New Yoi’k og láta allar iðgjaldagreiðslur, sem fóru fram í dollurum, renna í þenna sjóð, svo að hægt væri að bæta tjónið í sömu mynt úr þeim sjóði, sti’eymdu Ameríkanar til Lloyds með viðskipti sín. Nú er það Lloyds, sem hefur mest- ar dollaratekjur allra brezkra fyrirtækja. Mestallar tekjurnar koma frá an\erískum vátrygg- ingafélögum. Þegar þau hafa tekið á sig meiri skuldbinding- ar, en þau telja sig geta risið undir, leita þau til Lloyds. Hvar, sem þú býi’ð í veröldinni, er sennilegt að húsið þitt, bíllinn þinn og jafnvel þú sjálfur, sért tryggður hjá Lloyds, því mögu- legt er að félagið, sem þú skipt- ir við hafi leitað á náðir Lloyds með endurti’yggingar sínar. Upphaf þessa stórveldis, sem nú nefnist Lloyds, er rakið til þess, er kaupmenn komu sam- an á kvöldin í Tower Street (Turnsti'æti) í kaffihúsi Ed- wards Lloyds í kringum árið 1690 til að fá sér glas af víni eða „þennan sótsvarta drykk“ — kaffið, eins og það var kall- að með hálfgerðri fyrii’litnindu. Uppboð eftir kerti. Seinna fóru þeir að auglýsa skip til sölu í Lundúnablaðinu Gazette og skyldu þau seld eftir ,,kertaþumlungi“ eða „eftir kerti“. Þetta átti að skilja þann- ig, að skipin yrðu seld á upp- boði og var kveikt á kerti um leið og uppboðið hófst, og var kerti þetta einn þumlungur á lengd. Mátti uppboðið ekki standa lengur en kertið entist. Brátt fjölgaði uppboðumþess- um, og fóru herramennix'nir í kaffjhúsinu þá einnig að bjóða vátryggingarskírteini, þar sem farmar skipanna voru tryggðir. Uppboðin, sala váti’yggingar- skírteinanna og dreifing til- kynninga um siglingar skipanna ukust nú svo mjög, að kaffi- húsið var eins og suðandi fugla- bjarg. Vai’ð Edward Lloyd þá að neyðast til að setja upp upp- boðspall til þess að viðskipti gestanna gætu farið skipulega fram. En nú fóru ýmis vandræði að steðja að. Ti'yggingai’viðskiptin voru mjög áhættusöm á þessum tímum, og í’eyndar hreinasta fjárhættuspil. Þeir, sem þessi viðskipti ráku, mokuðu saman ógrynni fjár eina vikuna, en urðu öreigar þá næstu og urðu þá jafnvel að taka að sér þjónustustörf hjá Edward Lloyds til þess að halda í sér lífinu. Eigendur kaffihúsanna í Lon- don kvörtuðu undan því að þeir Framh. á bls. 34 Gerið því allt, sem í yðar valdi stendur, til-að vei’jast þeim vágesti. Látið pappírsumbúðir ekki safnast saman. Komið þeiin út, annað hvort með því að brenna þeirn í miðstöðvar- katiinum, eða hendið þeim í öskutunnuna. Leyfið ekki reykingar nálægt jólatrénu, pappíi’sskrauti eða pappírsumbúðum. Hafið nóg af góðum og stórum ösku- bökkum allsstaðar í íbúðinni og notið þá óspart. Geymið eldspýtur þar sem litlar hendur ná ekki til þeirra. Gerið áætlun um hvað þér eigið að gera ef eldur brýzt út. Hafið handslökkvitæki við hendina — og í lagi — vatnsfötur eða jafnvel garðslöngu tengda við vatnskrana, nálægt jólatrénu. En munið, að ef þér getið ekki samstundis slökkt sjálfur, þá kallið umsvifalaust á slökkviliðið í síma 11100. BRENNIÐ EKKI JÓLAGLEÐINA Húseigendafélag Reykjavíkur JÖLIlí BJÚÐA ELDI HEIM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.