Vísir - 08.12.1959, Síða 15

Vísir - 08.12.1959, Síða 15
JÓLABLAÐ VÍSIS 15 „Ég verð að biðja yður að sitja rólegur," sagði litli Frakk- inn, „annars verð ég að setja yður niður.“ Maðurinn, sem hann ávarp- aði, leit út yfir hliðina á hjól- börunum, sem honum var ekið í eftir strengdum kaðli yfir Niagarafossa, — og hann sat 'kyrr ... Þetta er ein af þeim sögum, sem sagðar eru af Blondin, hin- um frægasta allra línutrúða, og urðu til að gera nafn hans frægt um allan heim. Þúsundum sam- an flykktist fólk ár frá ári til að sjá hann leika listir sínar. Hann vakti hrifningu fólks með afrekum sínum; hann vakti þægilegan kvíðahroll; hann kom mönnum til að skellihlæja með fyndni sinni, þegar hættan var afstaðin. Blondin var samt ekki hið rétta nafn hans. Hann hét Jean Francois Gravelet og var fædd- ur 1824 í bænum St. Omer í Norður-Frakklandi. Faðir hans var bakari og hafði verið í her- liði Napóleons við Wagram og Austerlitz og í leiðangrinum til Rússlands. Þegar Blondin var aðeins fjögra ára að aldri — viður- nefni hans er talið stafa af því, hve ljós hann var á hár og hör- und — varð hann ákaflega hrif- inn af því, er flokkur farand- trúða heimsótti bæinn, sem hann átti heima í, og fór að reyna að líkja eftir þeim. Fyrst reyndi hann að binda band milli tveggja stóla og ætlaði að ganga eftu- því. En er þetta mistókst, reyndi hann að ganga á kaðal- spotta milli girðingarstaura og notaði veiðistöng sem jafnvæg- isstöng. Aftur mistókst honum, en að síðustu tókst honum að ganga á gömlum skipskaðli, er hann hafði bundið milli tveggja trjástofna. Þetta afrek fannst foreldrum hans svo mikið tii um, að þau komu honum á r,Ecole de Gymnase“ í Lyon. Eftir nokkra mánuði var hann búinn að læra allt, sem þeir gátu kennt honum á skóla þess- um, og hann var aðeins átta ára að aldri, er hann kom fyrst fram í leikhúsi bæjarins. Þar veitti framsýnn leikhússtjóri hæfileikum hans eftirtekt og réð Blondin til að taka þátt í sýn- ingarleiðangri sem „Litla undr- íð“. Þegar hann var níu ára hafðl hann misst báða foreldra sína og var orðinn einstæðingur, en hann var þegar á góðri leið til írama og sjálfsbjargar. Sigurför um Bandaríkin. Lör.gu seinna slóst hann 1 hóp með amerískum atvinnutrúðum og fimleikamönnum, er nefnd- ust „Ravelarnir“, og fór með þeim í langa sýningarferð um , Bandaríkin, er hófst 1855. I New York, Boston, Fíladelfíu og öðrum borgum landsins var honum tekið með miklum fögn-; uði vegna leikni sinnar og fim- leika. Almannarómur valdi hon- um ýms gælunöfn, eins og „Kon- ungur línudansaranna“, „Ridd- ari hinna æðrulausu fóta“ og „Höfðingi hampkaðalsins“. IMeð hverju ári bætti hann og jók við sýningaratriði sín þar til árið 1859, er hann auglýsti — öllum til mikillar furðu — að hann hefði ákveðið að ganga yf- ir Niagarafossa á streng. Hann hóf þegar undirbúninginn. Kað- all var strengdur yfir hið nær 300 metra breiða gljúfur, í 160 feta hæð yfir fljótinu öðrum megin og 170 feta feta hæð hin- um megin. Sýningardagurinn var ákveðinn 30. júní 1859. Kanadiskir gufubátar fluttu stóra hópa skemmtiferðafólks frá Toronto og járnbrautarlest- irnar til Buffalo Bandaríkja- megin voru yfirfullar. Að minnsta kosti 25 þús. áhorfend- ur höfðu safnazt að fossunum um það leyti sem Blondin birt- ist, Bandaríkjamegin, og fór að búa sig af stað. Þegar öllum undirbúningi var lokið og tryggilega frá öllu gengið greip hinn smávaxni Frakki jafnvægisstöng sína og steig fimlega upp á strenginn og hóf för sína yfir til Kanada. Þegar hann var hálfnaður yfir gljúfrið, settist hann ró- lega á strenginn og leit stilli- lega í kringum sig og virti fyrir sér umhverfið í kring og fyrir neðan sig. Síðan hélt hann aítur af stað, en er har.n nálg- aðist bakkann hinum megin stanzaði hann aftur, lagðist snöggvast endilangur á streng- inn, stökk síðan á fætur og fór heljarstökk aftur á bak. Að svo búnu gekk hann hratt eftir strengnum í áttina til Kanada- bakkans. Hann hafði verið um fimm mínútur á leiðinni. Að endaðri þessari heljargöngu, var hontun fagnað með dvnjandi fagnaðar- ópu.m af hinum mikla mann- fjölda, er horði á þessá glæfra- för af sýningarpöllum, húsþök- um og bökkunum, og hljóðfæra- flokkurinn lék franska þjóð- sönginn. Eftir tuttugu mínútna hlé birtist Blondín aftur á strengn- um og var nú með „ljósmynda- tökuvél“ á bakinu. Hann gekk um 60 metra út eftir strengnum, batt jafnvægisstöng sína við strenginn, leysti af sér byrðina og stillti myndavélina og tók á honum. Ýmsum var þá svo nóg boðið, að steinleið jriir nokkra áhorfendur. Öll þessi stórfurðulega fim- leikasýning tók um klúkkutíma og var tekið með óskaplegum fögnuði. Fjórurn dögum síðar gekk Blondín aftur yfir. fossana. í þetta sinn gekk hann yfir í poka úr brekánum og með bundið fyrir augun. 16. júlí var það scm hann ók manninum yf- ir í hjólbörum og hótaði hon- um að „setja hann niður“, ef „líkingu“ af fólkinu á bakkan- um. Að svo búnu setti hann aft- ur byrði sína á bakið, leysli jafnvægisstöngina og labbaði síðan afturábak að sama bakka. Settist á stól á strengntun. Nokkrum mínútum seinna birtist hann enn aftur og var nú á leið yfir að Bandaríkja- hlið fossanna. í þetta sinn var hann með þungan stól, sem hann ýmist bar eða ýtti á und- an sér. Þegar hann var kominn þriðjung leiðarinnar yfir, setti hann stólinn í jafnvægi á strengnum, settist í hann, kross- lagði fæturna og litaðist um eins og allt væri þetta með eðli- legum hætti. Síðan hélt hann aftur áfram göngunni, en áður en hann steig á land Banda- ríkjamegin, stillti hann aftur stólinn af og stóð síðan á höfði Blondín bar mann á bakinu yfir Niagarafossa. Sá er Blondín bar var ekki síður hugrakkur. hann hefði sig ekki htegan, eins og segir frá í upphafi þessarar greinav. Aftur gekk hann yfir fossana 5. og 19. ágúst. í seinna skiptið bar hann mann á bakinu alla leið yfir um. „Skröksaga“ borin til baka. Svo ótrúleg fundust mönnum þessi afrek Blondíns, að fólk ætlaði naumast að trúa þeirn. í Lundúnablaðinu ,,Times“ 13. september 1859 er langt bréf, er skýrir frá grein í einu New York-blaðinu um að „að því er snerti frásagnir af því, að Blondín eldi miðdegisverð á streng yfir Niagarafossunum og mati farþcgana á gufubátn- um „Maid of the Mist“, er sigl- ir um fljótið neðan við fossana, á eggjaköku, eins og manna af himnum ofan, þá kveðst bréfrit- arinn verða að segja sitt álit á þessu; sem sé blátt áfram það, að enginn Blondín sé til í heim- inum eða að minnsta kosti ekki við Niagara, að hann hafi aldrei gengið yfir fossana á strengdura streng eða slökum streng eða yf- irleitt á nokkrum streng.“ Allt þetta væri hreinasta skröksagá, uppspuni, til þess að narra ferðamenn til Niagara. Höf- undur og upphafsmaður þessa væri veitingamaður einn á þess- um slóðum og sögunni haldið á loft af starfsbræðrum hans og járnbrautarfélögunum í hagnaðarskyni. Þannig sagðist blaðamanni ,,Times“ frá í írétta bréfi sínu til blaðsins. En þetta dæmi um heimsku- lega tortryggni kom aðeins við- komanda sjálfum í koll, því að staðreyndirnar urðu ekki bæld- ar niður. Borgarar Niágara hófu samskot og sæmdu Blondín heiðurspeningi miklum úr gulli „til minja um afrek, sem eng- inn maður hefur áður reynt, en unnið af manni 19. ágúst 1859, sem sé að bera mann á bakinu yfir Niagarafossa á streng“, og nokkrir blaðamenn frá New York skenktu Blondín göngu- staf með gullhnúð. Sams konar gjöf var honum einnig afhent frá ungum Indíánastúlkum úr nágrenni Niagara. Blondín fannst mikið til um þessar gjafir og endurtók sýn- ingu sina. 27. ágúst gekk hann yíir fossana í gervi Siberíu-út- laga og í handjárnum, og að kvöldi 2. september stóð hann á höfði á strengnum í bjai'ma af flugeldum allt í kring. Frinsinn bá ekki boðið. Þetta var seinasta sýning Blondín á þessu ári, en 1860 fór hann margar ferðir fram og aftur yfir fossana. Merkasta sýning hans það sumar var 14. september, því meðal áhorfenda í það sinn var hinn ungi prins af Wales (seinna Játvarður VII), er kom þá í fyrsta sinn til Ameríku. Prins Teddi og fylgdarlið hans kom til Niagara um 4-leyt- ið og var komið fyrir á frem-r ur óvónduðum palli til að horfa á sýmnguna Eftir að Blondín hafði leikið hinar venjulegu list ir sínar — staðið á höfði á strengnum, borið mann á bak- inu, stokkið heljarstökk — skýrði Blondín prinsinum frá því, að harm ætlaði nú að leika list, sem hann hefði aldrei áður sýnt opinberlega: hann ætlaði að ganga á strengnum á göngu- „stultum.“ Prinsinn maldaði í móinn, en. Blondín sat við sitt. Hann bauð. meira að segja prinsinum með mtjög kurteislegum orðum, að ganga með hann yfir á bakinu. Pnnsinn hafnaði samt þessu ágæta boði! „Allir biðu nú í ofvæni eftir því að Blondín efndi þetta of- dirískufuUa loforð sitt og byrj- aði á síðustu sýningu dagsins — „stultu“-göngunni,“ sagði frétta blaðið „Buí'falo Commercial Advertiser“. „Við álítum, að; allir sem sáu þetta, muni vera á einu máli um, að þetta hafi verið voðalegasta og fífldirsku- lagasti leikur, sem nokkur mað-r ur hefur framið. Margir, sem komið höfðu til að sjá þetta litu öðru hverju af hinum fífldjarfa manni, af ótta við að sjá hann missa fótanna og steypast nið- ur í hyldýpið." Þegar Blondín átti skammt

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.