Vísir - 08.12.1959, Qupperneq 27

Vísir - 08.12.1959, Qupperneq 27
J ÓLABLAB VÍSIS 27 Bjami og Eiríkur höfðu búið saman í Ólafsey nær tuttugu vetur. Þá voru þeir báðir ungir. Vorið og sólin hló við þeim. Kapp og áræði spriklaði í hverri taug. Þeir skyldu sýna eldri körlunum hvort þeir gætu ekki búið myndarlega. Þetta hafði líka tekizt sæmi- lega. Enginn þurfti að kvarta um að búin í Ólafsey blómguð- ust ekki. Fyrstu tíu búskapar- árin voru mæður þeirra fyrir framan stokk. Svo komu hús- freyjurnar; dugnaðarkonur úr sömu sveit. Svo komu börnin. Bjarni átti fjögur börn. Eiríkur fimm. Bjarni gat aldrei gleymt því, að Eiríkur átti einu barni fleira og hugsaði: Fjandi er það hart, að geta ekki orðið jafn Eiríki með barnatöluna. Bú- stofninn mátti heita alveg jafn, enda kepptist hvor við annan. Ærnar 140—160; krnar 4—5 og hrossin venjulegast tvö. Það var ekki þörf á mikilli hrossa- eign, þegar búið var í umflot- inni eyju. Gæðum jarðarinnar að öðru leyti var skipt alveg jafnt, enda að jafnaði sameigin- lega aflað, hvort heldur var sel- veiði, kópaveiði, kofnadráp, hrognkelsaveiði eða æðarvarp og fuglatekja. — Já, og allt hefur þetta gengið blessunarlega. Nú, svo höfðu sum börn þeirra Bjarna og Eiríks tekið við eða stofnað ný heimili í Ólafsey og þriðji ættliðurinn að byrja að rísa á legginn. Gömlu bændurnir hittust á bæjarhlaðinu og buðu hvor öðr- um góðan daginn og ræddust við. Það var föst og óhagganleg venja þeirra. Allt í einu dæsti Eiríkur og sagði: — Það er nú það. — Hvað er að? spurði Bjarni. — Það er hún tengdadóttir mín, sagði Eiríkur. Hún á von á barni svo að segja á hverri stundu, og við alveg innifrosn- ir; ekkert hægt að komast. Það er ekki mikið að hérna í Ólafs- ey, þegar blessuð eyjasundin eru blá og auð, en þegar lag- ísinn leggur allt í spenntar greipar, er öðru máli að gegna. — Satt er það, að það er há- bölvað, þegar ísinn lokar öllu. Vera má, að ísinn sé enn fær gangandi manni. Okkur hefði þótt sjálfsagt að reyna það þeg- ar við vorum ungir, sagði Bjami. — Já, Bjarni minn, sagði Ei- rikur, þá fórum við marga glæfraferð hérna um eyjasund, bæði á ísum og bátum. Ég trúi varla, að ísinn sé lengur mann- gegur í straumröstinni, en yfir hana þarf að komast. Helzt væri tiltækilegt að hlaupa þetta , á skautum, eins og við gerðum stundum í gamla daga. En hvað er um slíkt að tala núna. Yngra fólkið hefur ekki viljað iðka skautaferðir, og við erum báðir gamlir og ónýtir til slíkrar á- reynslu. — Ekki get ég verið þér sam- dóma, sagði Bjarni. Víst erum við rosknir að árum, en við höf- um enn góða heilsu og gætum vel reynt þetta. Það er bezt, að við förum báðir, því svo hefur það lengst um verið, að við vær- úm saman í þeim ferðum, sem þóttu áhættusamar eða slark- samar. Við þurfum að útbúa okkur vel og vandlega. Svo ætt um við að leggja af stoð. Þcáf er um að gers i>g birtuna. Hvað segir þú um þetta, Eiríkur minn? — Ég segi, að þú ert alltaf óbrigðull í því, að leggja fram þitt lið, ef á þarf að halda, og gera það bezta úr öllu. Með þinni hjálp og aðstoð er ég reiðubúinn að. reyna, enda væri það skárri skömmin ef ég drægi mig úr ferðinni, þegar þú vilt fara. Gömlu bændurnir og vinirnir gengu inn í bæinn til að búa sig til farárinnar. Innan stund- ar komu þeir aftur út á hlaðið. Spenntu á sig gömlu skautana og völdu sér sterka broddstafi. Báðir vissu vel, að þeir voru að leggja í hættuför, en hugsuðu báðir eitt: Ekki dugar ófreistað. Þeir félagarnir fóru sér hægt í fyrstu. Gömlu skautarnir voru UaHtt Akai stirðir og runnu illa, Þeir vildu lika spara þrekið fyrsta kastið og hei’ða á, þegar mest laegi við, meðan þeir væru að komast yf- ir aðalstraumröstina. Jafnt og þétt héldu þeir á- fi'am og óðum nálgaðist röstin. Það leyndi sér ekki, að ísinn varð því veikari, sem nær röst- inni dró. Enn var smástreymt og því lítil umbrot í röstinni, en jafnskjótt og straumurinn stækkaði, myndi röstin spyta af sér ísfarginu; hx’ækja því langt burtu, svo hún gæti leikið sér auð og óhindruð. Þeir félagarnir stönzuðu rétt við röstina. Ekki var það álit- legt. í aðalálnum vatnaði yfir ísinn. Ef einhversstaðar brotn- aði, þó ekki væri nema smágat á ísspöngina, var voðinn vís. Þá myndi beljandi ki’aftur hrekja þá langt af leið og þeim að öllum líkindum vera bráður bani búinn. — Við skulum hvíla okkur hérna ofurlítið og fá okkur dá- lítinn bita, sagði Eiríkur. — Já, það skulum við gera, sagði Bjarni. Það er eins og mig grunaði; röstin má heita ófær. — Ófær er hún nú ekki, sagði Eiríkur, en viðsjál og varasöm, en allt má það lukk- ast, ef hamingjan er með okk- ur, ogþví verðum við að treysta. Við tökum sprett yfir rostina og skulum láta vera nokkurt bil á milli okkar, en þó sem allra minnst. Með því eru dá- lítil líkindi, að annar geti bjargað hinum, ef illa tekst. — Það legst svoleiðis í mig, sagði Bjarni, að við komumst klakklaust yfir röstina eins og er, en hvað tekur við á heim- leiðinni.þegar við verðum vænt- anlega með kvenmann í fylgd. — Við skulum ekki bolla- leggja neitt um heimförina að sinni. Ef við stöndum lítið við á bænum og gengur sæmilega yfir isinn, ættum við að koma aftur að röstínni rétt um lág- fjjöru, og þé reröiir hún betrí að falla út, og þá spriklar röst- in, eins og þú þekkir. Þetta lagði Eiríkur til málanna. — Þegar við höldum áfram, skulum við taka svo mikið hlaup sem við getum, og beita broddstöfunum sem allra minnst, sagði Bjarni. Með því mætti okkur takast að komast yfir í'astarskömmina. — Þetta er rétt hjá þér, sagði Eiríkur. Nú skulum við rísa á fætur, lesa bæn í hljóði og búa okkur undir að taka hlaupið. Mundu það, sem ég sagði þér áðan, að láta vera nokkurt bil á milli okkai’. Ég ætla að hi'ópa: Einn, tveir, þrír! þegar við tök- um sprettinn. Bjarni kinkaði kolli til sam- þykkis. Augnablik stóðu þeir hljóðir keita hvor við annai’s hlið og áköll- uðu guð sér til hjálpar og verndar. Svo gall hi'óp Eiríks: Einn — tveir — þrír, og báðir tóku sprettinn samtímis, en véku dá- lítið hvor frá öðrum. Eftir andartak voru þeir báð- ir komnir farsællega yfir röst- ina. Það brakaði í ísnum í að- alstrengnum, en hi-aðinn var svo mikillí að ísinn brotnaði ekki, aðeins kom meiri sjór of- an á ísskánina. Þeir sáu, að litlu mátti muna, en nú var sjórinn ofan á ísnum að minnka aftur. Það gaf til kynna, að ísskánin var heil ennþá. Gömlu félagarnir stönzuðu ofurlítið þegar þeir voru komn- ir yfir í'östina, rétt til-að di’aga andann. Hvorugur sagði neitt, en báðir hugsuðu margt. Svo héldu þeir áfi'am, og sóttist vel ferðin. — Bai'a að ljósmóðirin verði nú heima, sagði Bjarni. Annars höfum við hlaup, en ekkert kaup. — Hún vei'ður heima. Vittu bara til, sagði Eiríkur. Maður má aldrei í svona tilfellum búa sér til æðru fyrirfram. — Það er nú svona með þig, Eiríkur minn. Það er ekki ein- göngur dugnaðurinn, heldur miklu fremur hughreystingin og krafturinn, sem frá þér staf- ar, er gerir þig ómetanlegan og ógleymanlegan. •— Geymdu þetta, Bjarni minn, sagði Eiríkur. Nú er hvorki staður né stund til slíkra viðræðna. Við eigum enn drjúg- an spöl eftir, og ísinn getur orðið okkur tafsamur þegar við nálgumst landið. Þeir félagar héldu nú áfram og miðaði veL Eiríkur reyndist «annspár um að ísinn við landið væri orðinn sundurlaus. Leituðu þeir nokkra stund, þar sem ísinn sýndist heillegastur, en samt var yfir- ferðin á einum stað evo slæm, að þeir urtta að búa til brú úr hroddstötuaom mílli jabanna og Brátt komu þeir félagar á fast land. Settust þar niður og tóku af sér skautana og gengu beinustu leið heim til bæjar. Þeir gerðu strax uppskátt um erindi sitt. Voru þeir svo heppn- ir, að ljósmóðirin var heima. Hún varð undrandi, að þeir hefðu komizt yfir ísinn, og spurði, hvort þeir teldu þá leið færa aftur. Eiríkur vai'ð fyrir svörum.. Það má sannast segja, að leiðin er illfær. Þó munum við Bjarni fara hana aftur og þá helzt ef þú kemur með okkur. Ljósmóðii’in svaraði: Aldi'ei hef ég setið eftir hér til, ef fylgdin hefur ekki bilað. Mun ég með ykkur fara, og útbúa mig sem fljótast. Á meðan fáið þið ykkur matarbita og kafli. .*** Eftir öiiitla stund var mikill og góður matur fram borinn. Settust þeir félagár að snæð- ingi og drukku svo kaffi að vild. Stóðst það á endum, að þegar þeir félagar voru mettii', var ljósmóðii’in ferðbúin. — Eigið þið ekki skauta héi'na? hi’ópaði Eiríkur. — Jú. Þeir voru til. — Ég ætla að biðja ljósmóð- urina að hafa með sér skauta. — Ég kann. ekkert á skaut- um, því miður. Þegar ég var stelpa fór ég dálítið á skauta öði'u hvoru. Siðan ekki við sög- una meir. — Gerir ekkert, hrópaði Ei- rikur. Þú liðkast furðu fljótt. Þar sem gott er yfirferðar get- um við Bjarni báðir leitt þig. — Og nú af stað í Jesú nafni, sagði ljósmóðirin. Þau kvöddu heimilisfólkið á hlaðinu. Fei'ð- in var hafin. Þeir Bjai'ni og Eii’íkur stefndu þangað er þeir höfðu skilið við skautana og litu yfir ísinn. •— Ekki hafði aðstaðan batnað. Svo fór þó að þau gátu klöngr- ast öll út á fasta ísinn. Þau settust þá niður í svip og bundu á sig skautana. Bjarni og Eiríkur leiddu ljósmóðurina á milli sín. Sóttist þeim ferðin furðu greitt áleiðis til rastar- innar. Þegar að röstinni kom var byrjað aðfall, en enn svo lítið, að enginn verulegur kveiking- ur var kominn á strauminn. Ei- í’íkur tók nú aftur forustuna með fyrirskipanir. — Jæja. Þá erum við komin þetta heim á leið. Það hefur bara gengið vel hjá okkur. Ég held við ættum að fá okkur eina brauðsneið meðan við at- hugum röstina. Ljót er hún rast- afskömmin, og á stutt eítir áð sprengja af sér ísfjötrana. Eg held þó að þetta takist meö guðs hjálp. — Er ekki bezt að þú farir fyrstur yfir, Eiríkvu sagði Bjami. — Néi, smíUðs Xtrikur á- .SrtflÞ'iom. Þá Jtetð fyíírtw yfc, Bjarni minn, og skalt fara að búa þig undir sprettinn. Næst fer blessuð Ijósmóðirin. Ei- í'íkur leit til hennar og hélt áfram. — Þú verður að fara ein og fara eins hratt og beint, sem þú frekast getur, svo þetta verði sem allra stytzt. Komi eitthvað fyi'ir, erum við Bjarni til að- stoðar. — Mikil glæfraför er þetta, sagði ljósmóðirin, en víst skal ég leggja fram minn hluta. — Bjarni! hrópaði Eii'íkur. Taktu tösku Ijósmóðui’innar. Einn, tveir, þrír! Bjarni tók sprettinn og þaut yfir í hend- ingskasti. Eiríkur gekk til Ijósmóður- innar. — Vel gekk það; ágæt- lega. Nú er komið að þér. Liðk- aðu þig ofui'lítið á skautunum, ljúfan. Vertu svo tilbúin að taka sprettinn þegar ég tel einn, tveir, þrír, eins og Bjarni gerði. Komist þú yfir skuluð þið Bjarni taka spi’ettinn heim í Ólafsey. Ég vona að þú náir til konunnar áður en fæðingin byrjar. . — Einn, tveir, þrír. Ljósmóð- ii'in tók rásina yfir röstina, en var eðlilega talsvert svifaseinni en Bjai'ni sökum óvanans. Hún komst yfir. Engu mátti muna. Þegar hún var að kom- ast upp á fastai'i ís brast ísbrúin í aðalálnum. Skildi nú beljandi vatnsflaumur Eirík og þau tvö að. Engum var fært yfir þessa bi’ú fi'amar. Eiríkur kallaði til þeirra. Takið þetta ekki næri’i ykkur. Ég bjai'ga mér einhvei'n veginn. Sný aftur til baka, ef ekki vill betur til. Flýtið ykkur beinustu leið heim í Ólafsey. Það ætti að blessast, og gérið engan hrædd* an yfir minni brottveru. Réttast er að söguþráðui'inn fylgi fyrst Bjarna og ljósmóð- urinni. Þau hafa það háleita takmark, að hjálpa nýju lífi og keppa að ná því takmarki sem fyrst, en ekki skildu þau við Eirík með-ljúfu geði eins og næiTi má geta. Bjarni og Ijósmóðirin náðu til Ólafseyjar hindrunarlítið. —• Ekki mátti neinu jnuna um komu ljósmóðurinnar, því fæð- ingin var byrjuð þegar hxón komst til sængurkonunnar. — Sængurkonan lá hjálparvana með ótta í augum, þegar ljós- móðirin kom. En óttinn breytt- ist skjótt í fögnuð og traust. Nú kom hver fæðingarhríðin á fætur annarri, og áður en stund- arfjórðungur var liðin frá því að ljósmóðirin kom var nýr maður fæddur í Ólafsey, 16 marka drengur, sem hrein og grét af ákafa, þegar hann kom úr hlýju móðui'skautinu. Bjarni gamli kipptist við af gleði þegar hann heyrði barns- grátinn. En hvar var nú Eirík- ur, gamli félaginn, vinurinn og hetjan prúða? Bjarni gekk út úr bænum og upp á hæsta hól- inn á Ólafsey. Þaðan skimaði hann yfir ísinn, en hvei'gi var Eirík að sjá. Bjarni stóð þama um stund, starandi út í bláinn. Ekkert sá hann. Hvar var nú vinur hans? Einhvers staðar úti á ísnum að bei'jast fyrir lífii sínu, berjast fyrir því að kom-. ; ast heim? Máske ætti hann að' ; fara á móti honum. Það yrði mikil og sönn gleði þegar þeir 0önúu lákomwlr fyndiwt & im- Eiríhur

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.