Vísir - 08.12.1959, Side 33

Vísir - 08.12.1959, Side 33
33 VETRARFERÐIJM Fram. af bls. 6 stífnina, en hann var hinn ró- legasti og kvað öllu óhætt, Skjóni mundi rata heim. Væri ekki annað en binda upp á honum tauminn og láta hann vera sjálfráðan, og þetta gerði hann; og með það rölti Skjóni af stað. Heldur tóku samferðar- anennirnir dræmt undir þessa ráðagerð og sumir frábáðu sér allan átrúnað á klárinn, en Sig- urður hló við og sagði, að eitt- hvað mundi bregðast á undan Skjóna. Hann Skjóni vissi bað. Var nú haldið áfram i dimmunni, og alltaf skundaði Skjóni á undan og aldrei festi hann sleðann og var þó hans æki miklu mest. Sannast sagna var mér ekki farið að lítast á blikuna, því mér fannst leiðin orðin svo löng, að við ættum að vera komnir fram á bakk- ann fyrir neðan Hjaltastaði, fyrir góðri stundu, ef allt væri með feldu og nú fóru samferðar- mennirnir að gera uppsteit og spurðu Sigurð, hvort hann hefði nokkra hugmynd um hvað við værum staddir. Sigurður sagð- ist enga hugmynd hafa um það, það gerði heldur ekkert til, því Skjóni vissi það; eða sýndist þeim hann vera eitthvað xáð- villtur, sá gamli? Ekki tóku þeir undir þessi gamanyrði Sigurð- ar, og nú fór að heyrast veður- dynur í fjöllunum. En þá snar- stanzar Skjóni og sjáum við djarfa fyrir einhverju í hríð- inni, og er við athugum þetta, sjáum við, að hann er kominn að heyinu, þar sem hann fékk tugguna um morguninn. Þeir voru rétt við vökina. Nú var skotið á ráðstefnu og skildu samferðarmennirnir eft- ir sleða sína, en gistu hjá okk- ur Sigurði næstu nótt. En rétt, er við vorum búnir að hýsa hest ana, brast hann á með iðulausa blindhríð og fannkomu, sem stóð fram á næsta dag. Ekki var það óvanalegt, að menn misstu hesta sína ofan um ís seinnipart vetrar, því Vötnin ,,átu af sér“, eins og það var kallað á vissum stöðum, og var þar jafnan farið með gát og reynt vel fyrir sér. Til voru líka þau straumamót, sem frusu ekki nema í aftökum. — Einu sinni man ég að snemma fraus. Fór ég þó út á Krók, og var maður með mér er fékk að sitja á sleðanum. Tunglskin var seinnipart nætur er við fórum af stað, og er ofan á Vötnin kom, sýndist allt vera samfelld glæra. Segi ég þá við manninn: „Það er nú líklega bezt að fara varlega, því hún er sennilega ekki lögð vökin, sem hér er frameftir öllum vetri.“ Sprett- ur þá maðurinn upp af sleðan- um og segir: „Það er nú líkast til. Sérðu ekki, að hundurinn er að lepja úr henni!“ Vorum við þá örstutt yestan við hana! Líkt og að draga stórlúðu! Aldrei varð að slysi, þ.ó hest* ur færi ofan í ef fleiri menn voru saman, því þá drógu þeir hann hiklaust upp úr. En kæmi það fyrir þann, sem var einn á ferð, vandaðist málið. Þó vissi ég um menn, sem einir náðu þeim upp og þótti það vask- mannlegt. Heyrði ég til þess tekið, er Guðmundur Jónsson, faðir Stefáns söngvara, var eitt sinn í sleðaferð einn í hríð- arveðri og missti hestinn ofan í fyrir utan Húsabakka. Hér var ekki gott í efni, en Guðmundur dó ekki ráðalaus. Hann batt kaðli um hálsinn á hestinum, dýfði honum svo á bólakaf við skörina, Hesturinn var harð- gerður, og er hann kemur úr kafinu, prjónar hann með fót- unurn upp á skörina og fer flat- ur, en þá dró Guðmundur klár- inn flatan til sín á kaðlinum, og sagði hann það álíka þungt og hann hefði verið með stór- lúðu! Hér sannaðist það berlega, að ,,oft eru kröggur í vetrarferð- um“. Ýmislegt kom fyrir, sem menn höfðu ekki gert ráð fyrir í heimanbúnaðinum, og var merkilegt, hvernig menn gátu bætt úr því, svo að haldi kæmi. Pvestur fann skeifuna. Einu sinni vorum við Sig- urður granni minn í sleðaferð sem oftar, og var færið frábær- lega gott. Á heimleiðinni voru einir 8 sleðar komnir í hóp, er við komum fram á Miklavatnið, en þá uppgötvar einhver, að skeifa hefur losnað og týnzt undan afturfætinum á einum dráttarhestinum. Var nú ekki gott í efni, því hesturinn átti illt með að standa, hvað þá að spyrna í við dráttinn. Leitað var að skeifunni á þeirri leið, sem við fórum, en ekki fannst hún að heldur. Var helzt talað um, að skipta ækinu á sleðana og láta hestinn ganga lausan fram í Húsabakka, því fyrr yrði hann ekki járnaður. Meðan verið er að þinga um þetta ber þar að sr. Hálfdán, er seinna varð vígslubiskup, og son hans, Helga, nú lyfsala á Húsavík. Segja menn honum, hvað hér sé að vanbúnaði og biður eigandi hestsins hann að huga í slóðina norðurundan, ef ske mætti, að hann sæi skeifuna því bjárt var énn af degi. Brást JÓLABLAÐ VÍSIS hann vel við, en við köstuðum tuggu fyrir hestana og biðum, eí eitthvað rættist úr þessu. Þegar þeir feðgar eru komnir nokkuð norður á vatnið sjáum við hvar Helgi fer af baki og með það sama snúa báðir við og koma með skeifuna, sem þeir höfðu fundið. „Hérna, bræður góðir, kemur skeifan,“ segir prestur, „en eru nokkur tiltök að koma henni undir hestinn?“ Sigurður dó ekki ráðalaus. Þó undarlegt sé, var eins og enginn hefði athugað þetta. Það var eins og mönnum fyndist allt í lagi, ef skeifan fyndist' Nú var farið að ráðgast um það að koma skeifunni undir hest- inn. Jú, einn var með fullan pakka af hóffjöðrum. Gott var nú það. Ánnar sagðist hafa keypt naglbít, sem var enn betri. En hamarinn? Hann fyr- irfannst enginn. Nú fór Sigurð- ur vinur að verða íbygginn, en hann dó sjaldan ráðalaus. Á einum sleðanum voru stórviðir úr skipi og voru 8 tommu járn- boltar í gegnum þá og með góðu lagi en talsverðu erfiði gat hann plokkað einn úr trénu og sagði nú ekkert að vanbúnaði að járna hestinn, hvað hann og gerði með heiðri og sóma, sem var hans von og vísa. Hafði hann naglann í hamarsstað, og bar ekki á öðru en fjaðrirnar rækjust, undan hans höggvissu hendi. Oft var það, þó farið væri af stað í góðu veðri að nóttunni, að versta veður var stundum komið er leið á daginn; og því urðu margir hrakningarnir í þessum ferðum fyrir þá, er bjuggu fjarri 'kaupstaðnum. Að lokum vil ég skýra frá einni kaupstaðarferð, sem far- in var nokkru eftir nýár, frosta- veturinn 1918. Má af þeirri frá- sögn sjá, að stundum var þetta harðsótt og mátti oft ekki miklu muna, að heilum sleða væri heim ekið. Sjúklingxir sóttur úl á Sauðárkrók. Þennan vetur hafði Rögn- valdur Björnsson, sýslunefnd- armaður og bóndi í Réttarholti, legið nokkra hríð í sjúkrahús- inu á Sauðárkróki. Er hér var komið, var honum batnað svo, að hann mátti fara heim, og voru nokkrir bændur og vinir hans í nágrenninu reiðubúnir til að sækja hann, ef ferðafært yrði, en þá gekk á með eilífum hríðargusum, þó bjart væri á milli og sjaldan hægt að segja fyrir um veður heilan dag í einu. Eitt kvöld birtir upp og kem- ur þá Gísli hreppstjóri á Víði- völlum út í Flugumýri, en þá átti ég þar heima, og ætlaði í ferðina ásamt fleirum þar af bæjunum. Við vorum 6 og höfð- um 3 sleða, tvo undir kaup- staðarvörur og einn handa sjúk- lingnum. Var rúm á honum, með sængurfötum og ótal tepp- um og yfir hann tjaldað, svo ekki næddi inn. Frost var yfir tuttugu stig, en lj^gnt, svo þetta þótti afbragð ferðaveður eftir því sem maður átti þá að venj- ast, Klukkan rúmlega 10 um morguninn eftir erum við komnir út á Sauðárkrók. Gengu sumir að því að taka út vör- urnar en aðrir að búa um sjúk- linginn, sem kom þó mest á Sigríði dóttur hans, þó reynt væri að skynda öllum brottbún- Hann vildi hátta í rúminu sínu. Lögðum við ekki af stað heimleiðis fyrr en klukkan var orðin 3 og voru sumir orðnir uggandi yfir veðurútlitinu, sem fór versnandi, eftir því sem á daginn leið. Er við komum inn á Miklavatnið, fór að slíta úr honum hríðarfjúk, sem fór held- ur vaxandi, enda fór nú að hvessa. Er við komum að Húsa- bökkum, var veðurútlitinu lýst fyrir Rögnvaldi og jafnframt var hann spurður að, hvort ekki mundi hyggilegast að setjast þar að, og eiga ekki neitt undir veðrinu þann daginn. Ekki vildi hann það. Sagði sem satt var, að mestur hluti leiðarinnar væri nú að baki, og við kunnugastir á þeirri leið, sem væri ófarin, enda væri hann alveg viss um það, að hann ætti eftir að hátta í rúm- inu sínu í Réttarholti í kvöld. Nú var farið að dimma og veð- urhljóð vaxandi, en þó sá til slóða. Var farið fram bakkann vestan við Vötnin og heitir þar Borgarey. Var þar minna snjó- færi en eftir sjálfum Vötnun- um. En ekki höfðum við lengi ekið, er fyrstu vindþoturnar skullu á okkur og á skammri stundu var skollinn á blindbyl- ur með fannkomu og gaddhörð- um veðurofsa. Skjóni sótti til vinstri handar. Við áttum beint undan veðr- inu að sækja, ef við tækjum stefnu heldur til austurs, en það mun ekki hafa verið gert aði. Síðan dró hann ldórinn flatan itl sín. af þeim, sem réðu ferðinni, enda á engu hægt að átta sig í kófinu, rneðan stormurinn reif mesta snjóinn saman í skafla. Við Sigurður og Skjóni vorum aftastir. Var hann með mikið æki. En nú fer Skjóni að sækja allfast á vinstri hönd, svo auð- séð var, að honum líkaði ekki þessi stefna. En nú var hann borinn ráðum, gamli heilla- karlinn, og ekki sinnt neitt hans bendingum. Enn var haldið á- fram undan veðrinu og álitu sumir við værum komnir fram í Hólm, en ekkert sást frá sér í hríðinni, sem hæg't væri að átta sig á. Nú var stanzað og skotið á ráðstefnu, og fyrst spurt um líðan sjúklingsins. En hann bar sig sem hetja, sagði sér væri hlýtt og ekkert hríðaði inn á rúmið, enda mun Sigríður hafá varnað því, sem hún gat, en hún var inni hjá föður sínum. En ekki var þetta álitlegt, ef við næðum ekki bæjum um kvöld- ið. Við slógum því föstu að við mundum vera komnir fram undir Réttarholt, en værum miklu vestar, sennilega langt vestur á Borgareyju. Áttir höfðum við réttar, því hann stóð hánorðan, og nú hélt allur hópurinn í austur frá sleðanum. Ekki var farið lengra en það, að maður, sem var skilinn þar eft- ir, var alveg viss um að ramba á hann aftur. Enn var haldið áfram og skilinn eftir annar maður, og heyrðu þeir hvor til annars, ef þeir kölluðu. Svona förum við að, unz við erum að- eins tveir eftir, og ekki þekkt- um við okkur enn. Vestur und- an Réttarholti er stór hólmi í Vötnunum. Er hann frá Flugu- mýri, og annar álíka stór norð- ur af þessum, auk fjölda smá- hólma. Hafði verið heyjað í hólmum þessum um sumarið og sett saman sitt heyið í hvor- um hólma. f, ílundurinn fann heyið. Með mér var í ferð þess- ari skozkur hundur, sem ég átti, mesta vitskepna. Nú skilj'- um við félagi minn og held ég nú enn austur, en ekki hafði ég langt farið, er hundurinn stekk- ur frá mér, og stuttu síðar heyri ég hann gelta, eins og hanh sé kominn að hrossum. Ég fer svo í áttina, og var það dálítið í veðrið að sækja, og kemur hann þá á móti mér, glaðklakkaleg- ur, stekkur síðan frá mér aftui* og fer ég nú á eftir honum. Sé ég þá djarfa fyrir þúst mikilli, og er ég kem nær sé ég að þetta er hey; og eftir öllum umbún- aði þess þekkti ég*mig snarlega, að þetta var heyið í fremri Flugumýrarhólmanum, og var það ekki eðlilegt, þar sem ég hafði geng'ið frá því um haust- ið. Þarna var hópur af hross- um, og hafði seppi minn haft veður af þeim og' því brugðið sér þetta frá mér. Ég ætla ekki að lýsa því, hvað ég varð glað- ur, þegar ég sá op»a leið út úr okkar vandræðum, því vestan frá. heyinu og að Réttarholti er ekki nema. snertispölur, og með því að athuga veðurstöð- una var ómögulegt að fara fram hjá bænum, því við hlut- um að lenda einhversstaðar á túninu, sem liggur frá norðri til suðurs. Hitti ég nú félaga minn þann næsta og tó.k hans Framh. á bls.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.