Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 8
Apríl 1994
Merki frá
raforkukerfinu
Kerfið safnar inn u.þ.b. 4000
stöðuvísunum og viðvörunum
frá aflstöðvum, tengivirkjum og
stíflumannvirkjum. Þá safnar
kerfið inn 600 mæligildum eins
og orkuflæði eftir háspennulín-
um, spennu á línum og teinum,
framleiðslu rafala, vatnshæð og
hitastig í miðlunarlónum og
stöðu loka, sem stjórna rennsli úr
lónum. I kerfinu eru líka fjölmörg
reiknuð mæligildi eins og rennsli
úr miðlunarlónum, sem er reikn-
að út frá vatnshæð og lokustöðu.
Þar að auki er safnað inn orku-
mælingum á púlsaformi frá kWh
mælum. I kerfinu eru 700 rofa-
stýringar eða Af/A stýringar.
Framleiðslu rafala er stýrt með
hækka/lækka stýringu og lokur
eru stýrðar með óskgildisstýr-
ingu.
Flokkun viðvarana
Viðvaranir eru flokkaðar í 8
flokka eftir mikilvægi þeirra.
Flokkarnir eru aðgreindir með
mismunandi lit á skjánum og
mismunandi hl jóðmerkjum.
Þegar viðvörun er staðfest, þá er
hún færð í flokk staðfestra við-
varana, þar sem hægt er að skoða
hana síðar meir. Það er líka hægt
að setja kerfið í neyðarham, en
við það færast viðvaranir milli
l'lokka og sumar eru staðfestar
sjálfkrafa urn leið og þær berast.
Þetta er gert til að skilja frá þær
viðvaranir, sem minna máli
skipta, þegar miklar truflanir
verða í raforkukerfinu. Mæligildi
geta haft allt að 3 mismunandi
hámörk og lágmörk. Hægt er að
hafa óvirkt svið við hvert hámark
og lágmark og eins er hægt að
hafa útjöfnun á mæligildum til
að koma í veg fyrir of mikið
liökt.
Tímamerking atburða
Viðvaranir eru tímamerktar
með þeim tíma sem gildir, þegar
þær berast stjórnstöðinni. Auk
þess eru um 30% af öllum viðvör-
unum líka tímamerktar í útstöðv-
unum. Utstöðvarnar eru með
klukku, sem móðurtölvan stillir
af á 5 mínútna fresti. Þær viðvar-
anir, sem eru tímamerktar í út-
stöðvunum hafa 10 msek ná-
kvæmni fyrir kerfið í heild, en
innan útstöðva er innbyrðis ná-
kvæmni milli merkja um 1 msek.
Mikill munur er á lengd skeytis
frá útstöð, eftir þ ví h vort um tíma-
rnerkt skeyti er að ræða eða
ekki. Til að korna í veg fyrir að
fjarskiptakerfið yfirlestist, þegar
truflanir verða í raforkukerfinu,
þá eru tímamerktar viðvaranir
geymdar í útstöðvunum, þar til
að móðurtölvan biður um þær.
Þessar tímamerktu viðvaranir eru
meðhöndlaðar sérstaklega í
stjórnstöð og hjálpa til við að
rekja orsakir og afleiðingar trufl-
unar í raforkukerfinu.
Flokkun forrita í
Harris kerfinu
í stórum dráttum er hugbúnaði
fjarstýrikerfisins skipt í fjóra
flokka:
1. Stjórn- og fjargæsluhluti.
2. Raforkukerfislíkön.
3. Orkustjórnkerfi.
4. Þjálfunarhermir.
Stjórn- og
fjargæsluhluti
fjarstýrikerfisins
Stjórn- og fjargæsluhlutinn er
grunnþáttur fjarstýrikerfisins og
sér um að safna upplýsingum frá
raforkukerfinu og að framkvæma
stýringar. Gamla fjarstýrikerfi
Landsvirkjunar, sem staðsett var
í spennustöðinni á Geithálsi,
hafði aðeins þennan þátt. Þessi
kerfi eru gjarnan nefnd "SCADA"
kerfi, sem er skammstöfun á
"Supervisory Control and Data
Acquisition". Það má segja að
"SCADA" kerfið sé byggt í
kringum gagnagrunninn. Upplýs-
ingar, sem berast frá útstöðvunum
eru færðar beint inn í gagna-
grunninn, t.d. eru mæligildi færð
ósköluð sem 12 bita tvenndartala
í gagnagrunninn. Aðeins þær upp-
lýsingarnar, sem eiga að birtast á
skjá eða prentast út, eru skalaðar.
Hægt er að skrá mæligildi og
sýna á línuriti á skjá. Öll mikilvæg
mæligildi eru líka skráð og flutt
til geymslu á aðra tölvu (VAX).
Raforkukerfislíkön
Tölvukerfið geymir líkan af raf-
orkukerfinu. Með hjálp þess er
hægt að reikna út álagsflæði og
meta hvort mæligildi, sem berast
inn frá útstöðvunum, séu rétt.
Eins er hægt að láta tölvuna reikna
út hvernig álagsflæðið nryndi
verða, ef t.d. háspennulína væri
tekin út, eða rafali stöðvaður.
Orkustjórnkerfi
Meginverkefnið í daglegum
rekstri er að fylgjast með því, að
rafmagnsframleiðsla og álag sé í
jafnvægi. Besti mælikvarðinn á
því er tíðnin. Gangráðar rafala í
virkjunum sjá um að stjórna
vatnsrennsli um hverfla til að
halda réttri tíðni. En það geta
þeir aðeins gert að ákveðnu
marki. Þ.e.a.s. tíðnin lækkareftir
því sem álagið vex og öfugt, nema
að rafölum séu gefin ný óskgildi
til að leiðrétta fyrir breytingu á
álagi. I tölvukerfinu er forrit, sem
sér um að halda réltri tíðni.
Forritið fær leyfi til að stjórna
8 - Tölvumál