Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Page 13

Tölvumál - 01.04.1994, Page 13
Apríl 1994 Tölvutengt jarðskjálftamælanet Eftir Steinunni Jakobsdóttur Undanfarin ár hefur staðið yfir uppbygging tölvutengds jarð- skjálftamælanets á Islandi. For- saga þessarar þróunar er sú, að árið 1979 hvatti Evrópuráðið til aukinna rannsókna á jarðskjálfta- hættu og jarðskjálftaspám. I fram- haldi af því útnefndi ráðið fimm tilraunasvæði í Evrópu og var Suðurlandsundirlendið eitt þess- ara svæða. Árið 1986 kom sam- an, að frumkvæði Islendinga, hópur norrænna vísindamanna og setti saman áætlun um upp- byggingu nets á Suðurlandi til jarðskjálftaeftirlits og rannsókna vegna jarðskjálftaspáa. Sótti hópurinn um fjármögnun verk- efnisins til Norrænu ráðherra- nefndarinnar, norrænu vísinda- sjóðanna og til íslenska ríkisins. Árið 1988 fékkst fjárveiting frá þessum aðilunt og hönnun oguppbygginghófst. Verkefnis- stjóri var Ragnar Stefánsson, Veðurstofu Islands, en tækni- legur verkefnisstjóri og hönn- uður var Reynir Böðvarsson, Uppsalaháskóla. I verkefninu, sem fékk nafnið SIL-verkefnið (dregið af Södra Islands Lag- land), var gert ráð fyrir 8 stöðv- um á Suðurlandsundirlendinu (sjá mynd 1). Hönnunarfor- sendur sem hópurinn setti sér voru þær að byggja upp full- komið sjálfvirkt jarðskjálfta- mælanet, þar sem hægt væri að fylgjast nteð smáskjálftavirkn- inni jafnt sent stærri skjálftum og það nánast samtímis því sem atburðirnir verða, en jafnframt að halda kostnaði við uppbygg- ingu og rekstur eins lágum og unnt væri. Út frá þessum forsend- unt var ákveðið að nota staðl- aðan búnað af fremsta megni, en gagnasöfnunarhugbúnaðinn varð að hanna sérstaklega. Þannig var ákveðið að nota þjónustu gagnanets Pósts og síma og hinn staðlaða X.25 tengi- búnað til tölvusamskipta og gagnaflutnings, AT/386dx-tölv- ur, þær ódýrustu á markaðnum hverju sinni og UNIX stýrikerfi. Með UNIX stýrikerfi er hægt að keyra mörg forrit samtímis og stýrikerfinu fylgir tölvusam- skiptaforrit (uucp). Tölvumið- stöðin í Reykjavík samanstendur af ethernet-tengdum AT/386dx- tölvum og UNIX vinnustöðvum. Mynd 2 sýnir á einfaldan hátt gerð upprunalega netsins. Á hverri jarðskjálftastöð er 3ja ára jarðskjálftanemi. Neminn er tengdur við stafsetjara (Analog Signal Processor) með inn- byggðri Omegaklukku, sem setur merkið á stafrænt form (100Hz) og stimplar með tíma (sjá mynd 3). Tækið er síðan tengt með RS-422 línu, allt að 1100 m að lengd, í tölvu sem skráir stafrænu gögnin á disk. Jarðskjálftastöðv- arnar eru tengdar innbyrðis og við móðurstöðina í Reykjavík gegnum gagnanet Pósts og sírna, X.25 (mynd 2). Einn stærsti kostnaðarliðurinn við rekstur jarðskjálftastöðv- anna er gagnaflutningurinn um -24" -23" -22” -21" -20’ -19' -18’ -17° -16’ -15" -14" Mynd 1. 13 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.