Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Síða 20

Tölvumál - 01.04.1994, Síða 20
Apríl 1994 lýsingar um kvótastöðustöðu og landaðan afla frá Fiskistofu. Upp- lýsingar um landaðan afla berast frá höfnum landsins til Fiskistofu í lok hvers dags og eru aðgengi- legar Hafsjávarnotendum. Fyrir- spurn er send unt Háhraðanetið yfir í tölvukerfi Fiskistofu, sem sendir niðurstöður lil baka. Strengur notar Háhraðanetið til að tengjast ýmsum stofnunum, fyrirtækjum og Internetinu. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna rekur umfangsmikið tölvu- kerfi vegna sölu og uppgjörs á fiskafurðum. Mjög mikilvægt er að aðildarfyrirtæki innan SH fái aðgang að upplýsingum jafn- skjótt og þær berast. Innan SH er notað viðskiptakerfið Fjölnir og er það keyrt á OS/2 server. Aðildarhús SH fá upplýsingar um verð, birgðir, markaðshorfur og fleira úr Hafsjó. Fjölnir tengist Informix gagnagrunninum með kerfi, sent þróað hefur verið hjá Streng hf. Kerfið opnar aðgang milli SQL gagnagrunna og Fjölnis. Notendur á Fjölnisnetinu sjá gögn í Informix eins og þau væru skráð í Fjölni. Þannig geta þeir skráð og lesið gögn t.d. úr Informix gagnagrunni, stillt upp skjámyndum og útskriftum á þess að hafa hugmynd urn að gögnin séu geyrnd í SQL töflum. Al- menna gagnanetið er hin hefð- bundna leið fyrir almenna not- endur til að tengjast tölvukerfi Strengs. Flestir nota upphringi- samband en stórir viðskiptavinir nota fastar línur. Hraðinn á sam- bandinu er 19200 baud. Nú í seinni tíð nota æ fleiri Háhraðanetið til að tengjast kerfinu. Unixtölva Strengs hf. tengist Reiknistofu fiskmarkaða (Fisk- markaður Suðurnesja) um Inter- netið. Uppboðslisti væntanlegs uppboðs er sendur yfir á tölvu Strengs og geta væntanlegir bjóðendur gert tilboð gegnum kerfið. Að loknu uppboði er send niðurstaða uppboðsins þar sem fram kemur hverjir keyptu og á hvaða verði. Allt kerfið er mjög stöðugt og heyrir það til undan- tekninga að rekstur þess truflist. Öll þróunarvinna fer fram á tölvu sem tengd er netinu og hefur því ekki áhrif á reksturinn. Uppbygging á tölvuneti eins og lýst er í þessari grein er bæði kostnaðarsöm og tímafrek og krefstmikillarsérfræðiþekkingar. Rekstur tölvunetsins er síbreyti- legur, en við val á upplýsingum til birtingar er er tekið mið af þörfum notenda. Strengur hf. hefur áform um að færa út þjón- ustu netsins og nýta þá reynslu og þekkingu sem safnast hefur hjá fyrirtækinu þau sex ár sem það hefur verið í notkun. Höfiindar eru starfsmenn Strengs hf. 20 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.