Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Síða 26

Tölvumál - 01.04.1994, Síða 26
Apríl 1994 kosta orku, verulega meiri orku en hitun að öllu jöfnu. En gjörvar eiga ekki aðeins að vera smáir. Eins og mannskepn- unni raunar, er þeim nú talið það helst til kosta að þeir séu einnig fámálir. Fámælisörgjörvinn (Re- duced Instruction Set Computing eða R/SC) sækir styrk sinn í það að vinna hratt með fáar og stuttar skipanir. Það má líkja þessu við reiðhjól sem er með einn lágan gír en gífurlega sterkan knapa sem ræður jafnt við brekkur sem slétta vegi. Það vill svo til að upphaf fámælisörgjarvans er að leita innan veggja IBM. En enginn er spámaður í sfnu föðurlandi og því var rödd hrópandans innan IBM ekki heyrð, í fyrstu. Um miðjan síðasta áratug tók Hewlett Packard stefnumarkandi ákvörðun um RISC gjörva í sínum tölvum. DEC fylgdi í kjölfarið með Alpha gjörvann. Til þess að lesendur geti betur áttað sig á þessari þróun mun ég taka dæmi um RISC örgjörvann frá IBM sem kallaður hefur verið PowerPC, en þetta getur auðvitað átt við hvaða fyrirtæki sem er. Fyrir rúmlega tveim árum eða 1991 gerðust þau undur og stór- merki að erkifjendurnir IBM, Apple og Motorola gengu í eina sæng. Markmiðið var hönnun og framleiðsla stýrikerfis og ör- gjörva. Svo afdrifaríkt er þetta samstarf orðið að undirritaður sótti Apple umboðið heim í húsa- kynnum þess í fyrsta sinn íbyrjun desember til þess að samræma fyrirlestra um samstarf Apple og IBM. Fyrsta afkvæmi Motorola/ Apple samstarfsins við IBM er 601 gjörvinn úr svokallaðri PowerPC fjölskyldu. Lítum nánar á fjölskyldu- myndina, mynd 1. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að hér er á ferðinni ný kynslóð af ör- gjörvum. Sá fyrsti/sá minnsti er þegar kominn á markaðinn. Þess má geta að öflugasta skáktölva heims, Deep Blue, sem fyrr á árinu lék nokkrar umferðir við Bent Larsen er byggð upp í kring- unt PowerPC örgjarvann. Lítum nánar á fjölskylduna, nrynd 2. Oneitanlega er freistandi að bera PowerPC saman við fimmuna frá Intel. Hvortgjörvinn um sig hefur sinn styrk og sinn veikleika. Lítum nánar á samanburð, mynd 3. Af öðrum atriðum má nefna að á Bandaríkjamarkaði er gert ráð fyrir því að Fimman verði í einmenningstölvum/ vinnustöðvum sem séu á verð- bilinu 8.000 - 50.000 USD þ.e. u.þ.b. 550 þúsund til þrjár og hálf milljón. MPC 601 er beint að svipuðu verðbili en teygir sig lengra niður þ.e. í 5.000 USD eða 350.000 kr, þ.e u.þ.b. 200 þús króna mismunur á verði. Augljósasti styrkurfimmunnar er sá að leiða má rök að því að um 100 milljón manns noti eða hafa aðgang að verkefnum sem keyra á Intel og öðrum samhæfð- um gjörvum. Auk lægri kostnaðar er það 601 helst til framdráttar að fyrstu afkastamælingar benda til þess að hann sé frá 1.5 sinnum til 5 sinnum hraðvirkari en Fimman. Um þennan samanburð hefur Gordon Bell sagt: PowerPC appears to be the only archi- tecture that can compete with Pentium, sjá nrynd 4. Það er íhugunarvert að vegna styrkrar stöðu Intel og samlíkra gjörva ætlar IBM ekki að brenna allar brýr að baki sér heldur að selja einnig tölvur með fimmunni. í raun verða það tvær deildir innan IBM, sem rnunu byggja sínar tölvur á sitl hvorri höguninni, og keppa innbyrðis um hylli við- skiptavinanna. Til hvers á nú að nota allan þennan hraða. Mark- miðið með PowerPC gjörvanunr er að öll algengustu stýrikerfin geti keyrt á honum. Nútímaviðföng eru gífurlega krefjandi. Ritvinnsluforritin eru orðin umbrotsforrit og grafisku framsetningarforritin eru farin að vinna með hreyfimyndir og hljóð. Allt þarf þetta að gerast á sama tíma án þess að eitt verk- efnið tefji annað eða notandi verði var við. Því þurfum við ný og öflug verkfæri fyrir krefj- andi verkefni. Þótt mikið hafi verið fjallað hér um gjörva og stýrikerfi er ful 11 eins líklegt að baráttan á næstu árum standi ekki urn stýrikerfi og örgjörva heldur um middleware £ / "PowerPC appears to be the only architecture that can compete with Pentium." Gordon Bell Architect of Digital's VAX Techn. Advisory Board of Microsoft Mynd 4. 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.