Aldamót - 01.01.1900, Síða 1
Ilaon er vor guð og vér lians fólk.
Prédikun á 900 ára afmœli hinnar ísl. kirkju
24. júní 1900.
EFTIR F. J. BERGMANN.
En sáttmáli sá, er eg hér eftir mun senija við
ísraelsfólk, skal vera á þá leiff., segir drottinn, aff eg
mun gefa mitt lögmál í þeirra hugskot og grafá þaff
í þeirra hjörtu, og eg skal vera þeirra gtiff og þeir
skalii vera mitt fólk.—Hebr. 8, io.
Vér minnumst J?ess með fögnuði og þakklæti í
dag, að vér erum kristin þjóð. I níu hundruð ár hefir
kristindómurinn, evangelíið um Jesúm Krist, frelsara
mannanna, verið prédikað og túlkað á íslenzka tungu.
I níu hundruð ár hafa íslenzk hjörtu huggað sig við
náðarboðskapinn um JesúmKristog hann krossfestan.
Fyrir níu hundruð árum gjörði guð í kærleika sátt-
mála við hina íslenzku þjöð. Og þrátt fyrir alt hefir
sá sáttmáli staðið fram á þennan dag, og vér vonum,
að hann standi til daganna enda, — standi meðan
nokkur íslenzk þjóð er til.
pað hefir oft og tíðuin litið illa út. Líf J’jóðar
vorrar hefir verið eins og ljós, sem blaktir á skari, oft
og einatt. En sá, sem kveikti það ljós í kærleika,
hefir einnig í kærleika verndað og lífgað það við aftur.
Kristindómurinn hefir einnig oft og einatt blakt á
skari. því trúarlíf J7jóðauna er, eins og hafið, með