Aldamót - 01.01.1900, Side 4
4
leiksverk,— kraftaverk að sínu leyti eins dásamlegt,
ef ekki enn þá dásamlegra en sjálft sköpunarverkið.
Kærleiksríkur drottinn leiðir gang sögunnar þannig,
að farið er að prédika náðarboðskapinn fyrir þessari
hálfviltu víkingaþjóð á éyðiey norður við heimskaut.
Hún heyrir rödd hans, þegar hann segir við hana: Eg
vil vera þinn guð. Og hann talar við hana þangað til
hann er búinn að draga hjarta hennar til sín, svo hún
má til með að svara honum : Eg vil vera þitt fólk.
Lof og dýrð sé þér, drottinn, fyrir hið frelsandi kær-
leiksalmætti þitt ! Láttu þetta svar aldrei deyja, með-
an nokkur blóðdropi er til í íslenzkum æðum.
II.
Tiltölulega skömmum tíma eftir að farið var að
prédika þjóð vorri náðarboðskapinn um Jesúm Krist
fara höfðingjar og göfugmenni smárn saman að hætta
að hugsa um að afla sér frægðar og frama með sverð-
inu, en helga líf sitt kyrrlátri þjónustu vors himneska
föður. I stað hinna heiðnu hofa reisa þeir kristnar
kirkjur á bæjum sínum og hafa sjálfsagt oft og tíðum
kostað til ærnu fé. I stað víkingsins og hólmgöngu-
mannsins kemur nú presturinn og biskupinn, sem
lætur lífsstarf sitt alt miða að helgun sjálfs sín og
annarra. Höfðingjarnir senda nú syni sína hvern á
fætur öðrum til annarra landa, ekki til að ganga er-
lendum herkonungum á hendur, heldur fara þeir til
þýzkalands, Frakklands, Englands, og jafnvel Italíu,
til að læra kristin fræði og komast sem allra bezt inn í
anda hinnar nýju trúar, þar sem hún stóð í sem mest-
um blóma. Svo fluttu þessir menn aftur heim með sér
þá kristnu menning og það andaus líf, sem þeir fundu