Aldamót - 01.01.1900, Síða 5
5
úti í heiminum, ásamt þeim hugmyndum um kristilegt
fyrirmyndarlíf, sem þeir urðu varir viö hjá hinum
göfugustu mönnum, er þá voru uppi.
Hugsjónin er nú ekki lengur sú, aö bera líkamlega
hærra hlut í viðskiftum sínum viö aöra, heldur sú, aö
vera góöur maður og gjöra aöra aö góðum mönnum.
]jað er svo sem að sjálfsögðu margt og mikið, sem
hægt er að finna aö hinum fyrsta kristindómi hjá þjóö *
vorri. Hann var næsta langt frá því að vera full-
kominn. En þaö er vissu'ega meiri ástæða til aö dást
aö mætti hans, en ti! að miklast yfir vanmætti hans.
]>egar vér virðum hin sögulegu skilyröi fyrir oss og
gætum að, hve óumræðilega miklu hann fær til leiðar
komiö á tiltölulega skömmum tíma, hljótum vér að
fyllast lotning fyrir því guðdómlega ummyndunarafli,
sem hann leiðir inn í þjóðlíf vort.
þegar á hinni fyrstu kristnu öld, er þaö öllum
þeim augljóst, sem við það vilja kannast, að þaö er
almáttugur drottinn, sem gjörir sáttmála við þjóð
vora um leið og kristindómurinn kemur til sögunnar.
það er enginn annar en hann, sem með örlátri
hendi hefir skráð vitnisburðinn um almætti sitt og
kærleika óafmáanlegu letri hvervetna um láð og lög,
sem upp frá því fer að grafa kærleikslögmál sitt æ
dýpra og dýpra í hugskot þjóðar vorrar. Og hann
hefir stöðugt haldið því áfram fram á þennan dag.
Er það ekki höndin hans, sem blíðkar lundina og
brýtur sverðið ? Er það ekki andinn hans, sem snýr
hugannm frá stefnulausu flökti um hafið og hávaða-
sömum orustum og sýnir honum hin réttu heimkynni,
— snýr honum inn á við, svo hann fer að kanna sín
eigin innri mið og liía í andans heirpi ?