Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 6
6
Hver tekur nú um höndina, sem hélt um hjöltin
til að vega og særa, og lætur hana leggja fram lífsins
lyf til að lífga og græða? Eða hver kennir nú hend-
inni, sem þandi bogann og þótti fræknust þá, þegar
hún sendi banvæna ör beint í hjartastað, að taka um
pennann og senda ljómandi og lýsandi myndir hugar-
ins inn í sálarlíf þjóðarinnar ? Hver lætur henni tak-
ast svo vel, að vér eigum þær myndir enn, eins og
ógleymanlegan vitnisburð um það andans vor, sem
með kristindóminum rann upp hjá þjóð vorri ? Hver
annar en hann, sem þá gjörði sáttmála sinn við hana
og sagði: Eg skal vera þinn guð og þú skalt vera
mitt fólk ?
Aldrei hefir kristindómurinn meira þurft að taka
á hinu guðdómlega almætti sínu en þegar hann beygði
og sveigði víkingslundina inn á sínar ieiðir. Til þess
þurfti átak svo mikið, að vér skiljum það ekki nema
til hálfs, og ekki einu sinni til hálfs. það hefir verið
sagt, að aldrei hafi nein þjóð verið af jafn-göfugu
bergí brotin og vor. Landnámsmennirnir voru flestir,
ef ekki allir, af göfugum ættum. Blóð konunganna
rann í æðum þeirra. En þessari ættgöfgi fylgdi lund,
sem ekki kunni að beygja sig ; hún var ósveigjanleg og
stærilát. Og þó beygir hún sig fyrir lífsafli kristin-
dómsins. það má nærri geta, að kún hafi kent til um
leið. En sá sársauki hefir orðið henni til blessunar.
Og aldrei hefir í rauninni árangurinn orðið aðdáan-
legri og göfugri en einmitt í hinu litla þjóðlífi voru,
þjgar tekið er tillit til fæðar fólksins. Vér dáumst að
þeim andans krafti, sem á skömmum tíma eftir að
kristindómurinn hafði blásið himneskum friðaranda
jnn í hjörtun og inn á hqimilin íramloiöir vorar frægu