Aldamót - 01.01.1900, Page 8
8
drottinn kemr til leiöar í lífi einstaklinganna og þjóð-
anna. Vér skiljum ekki það lögmál til fulls, en vér
sjáum það fyrir augum vorum og þreifum á því hver-
vetna. Leiðin til fullkomins fagnaðar og eilífrar sælu
liggur yfir hið myrka torg sorgar og mótlætis. það
hafa dunið mörg skelfingar-ár og skelfingar-tímabil
yfir þjóð vora. það er í sannleika eitt af hinum dá-
samlegustu kraftaverkum sögunnar, að hún skuli lifa
fram á þennan dag. Vér vonum, að hann, sem varð-
veitt hefir líf hennar nú á annað þúsund ár, muni
varðveita nafn hennar í tölu þjóðanna til daganna
enda.
Eg get aldrei fengið sjálfan mig til að hugsa til
þess, aö sú þjóð, sem hefir fætt oss alla af sér, muni
nokkurn tíma hætta að vera til. Drotni er ekki meira
um megn að varðveita hana hér eftir en hingað til.
Ef hann segir við hana á ókominni tíð eins og hann
hefir sagt nú í níu hundruð ár : þú skalt vera mín
þjóð og eg skal vera þinn guð, er öllu borgið. Og
hann mun segja það ávalt meðan nokkur er til, sem
nefnir nafnið hans af einlægu hjarta, — nokkurar leif-
ar, sem varðveita sáttmálann við hann í hjarta sínu.
Eg hræðist því ekkert, en byggi alla von mína á drotni.
þegar hann kallar þjóðirnar fram fyrir sig á efsta degi,
veit eg, að hann gleymir ckki oss ,,fáuin, fátækum,
smáum. “ Og eg vil biðja þess meðan eg fæ hrært
tungu mína, að fyrir náð drottins vors Jesú Krists
verði þeir ekki færri tiltölulega, sem ganga inn til
lífsins af vorri þjóð en af öðrum kristnum þjóðum.
Eg vona, að drottinn umbuni henni eilíflega allar þær
hörmungar, sem hún hefir orðið að líða og enn kann
að eiga fyrir hendi. Eg vona, að fögnuður hennar á