Aldamót - 01.01.1900, Page 9
9
hinni nýju jörö og undir hinum nýja himni veröi þeim
mun meiri, sem lífskjörin hennar hafa veriö þyngri og
erviðari en flestra annarra hér.
En öll þessi von mín er bygð á því, aö hún haldi
áíram aö vera kristin þjóð. Eg hefi alls enga von
fyrir hana nema í sambandi viö kristindóminn. því
kristindómurinn er það afl í mannlífinu, sem kennir
þjóðunum að sigla móti stormi og straumi. Alt, sem
berast lætur fyrir straumi og ekki leitast viö aö bjarga
sér, týnist og hverfur. þér munið víst eftir aðdáun
fólksins, sem foröum horföi á fyrsta gufuskipið sigla
upp fljótiö, beint á móti storminum og straumnum.
Aldrei hefir meira veriö dást að nokkuru þrekvirki,
sem mannsandinn hefir unnið. En kristindómurinn
er einmitt afliö, sem hrindir upp á móti straumnum.
Hann er fljótiö, sem rennur upp fjalliö. þegar vér
viröum fyrir oss sögu þjóðar vorrar, sjáum vér þetta
hvervetna.
Á Sturlungaöldinni er eins og hiö heiðinglega
hugarfar rísi upp aftur í algleymingi hjá þjóöinni. þá
deila höföingjarnir um þvert og endilangt landið.
Hatriö og heiftræknin rýmir kærleikanum aftur út úr
mannssálunum. Höföingjarnir vcröa hver öörum aö
bana. Hiö göfugasta blóð þjóöar vorrar fellur í foss-
um niöur í moldina. það er eins og allur kraftur
hennar sé á förum út í hafið, — haf glötunar og
gleymsku, sem gleypir alt og skilar aldrei aftur.
Hvernig stendur á því, aö þessar ógurlegu hamfarir,
t>rennur og blóösúthellingar veröa ekki svo lítilli þjóö
aö bana ? Vér fáum aldrei svarað þeirri spurning
skynsamlega nema vér tökum kristindóminn með í
reikninginn. þegar höföingjarnir berast á banaspjót-