Aldamót - 01.01.1900, Page 12
12
þessum tímum sanna dýrkendur.sem tilbáSu hann í ein-
faldleik hjartans. Svo hefir það vissulega verið einn-
ig á fósturjörð vorri. En sá kristindómur, sem þjóð
vor hafði eignast á undan siðabótinni, er eins og ekki
vaknaður til meðvitundar um sjálfan sig né ætlunar-
verk sitt. það er kristindómur barnsáranna.
IV.
I mannkynssögunni finst mér að hver öld — hver
hundrað ár — muni svara til eins árs þroska í lífi.
einstaklingsins. þegar kristindómurinn kom til Is-
lands, hafði hann verið starfandi tíu aldir í heiminum.
Sá tíu alda þroski, sem hann þá hafði náð, finst mér
muni svara til tíu ára þroskans hjá einstaklingnum.
Sú mynd kristindómsins, sem vér þá eignumst, cr
auðvitað hin sama og um það leyti var orðin eign og
óðal hins kristna heims eftir tíu alda baráttu. Á
skömtnum tíma eignumst vér þessa mynd kristindóms-
ins, svo hún verður nokkurn veginn eins glögg hjá
oss og annars staðar.
Kristindómur heimsins á fimtándu öldinni finst
mér muni hafa verið á álíka þroskastigi og hið and-
lega líf hjá fimtán ára gömlum ungling. Hiti og ein-
lægni barnsaldursins eru horfin. Líkamleg efni hafa
miklu meira hald á huganum en andleg. Fimtán ára
gamall unglingur er hvorki barn né fulltíða maður.
Hann veit ekkert, hvað hann er, eða á að vera, og
vinnur á þeim aldrinum flest það, er hann síðar fær
mesta ástæðu til að iðrast eftir. — Nú er heimurinn
eítir þessum reikningi að verða tvftugur. Skilningur
vor á kristindóminum og andlcgur þroski vor á líku
stigi og hjá tvítugum manni, í samanburði við það,
gem vér eigum fyrir hendi.