Aldamót - 01.01.1900, Page 13
13
A sextánda ári eöa um þaö bil fara flestir ungling-
ar aö vakna til meiri meðvitundar um sjálfa sig en
áður. það er andlegur uinbrotatími, þegar sjálfstæöi
mannsins fer aö gjöra vart við sig. Vér sjáum líka,
aö þessu er þannig varið í mannkynssögunni. Sext-
ánda öldin er siöbótaröldin, þegar mannlegt sjálfstæöi
vaknar og krefst réttar síns í öllum efnum. Mann-
kynið vaknar þá og krefst þess, aö fá að sjá fyrir sér
sjálft, einkum í sáluhjálparefnum. þangaö til hefir
mannsandinn búiö eins og barn í foreldrahúsum, látið
aðra hugsa fyrir sig, gengið þangaö, sem hann hefir
veriö leiddur. En upp frá þessu vill hann sjálfur ráða
ferðum sínum, — sjálfur fá að dýrka drottin sinn á
hvern þann hátt, sem honum kann að þykja eölileg-
astur.
Fyrir guölega náð kom einnig þetta andlega
vakningar- og sjálfstæöis-tímabii til vor. Hvítasunnu-
veður siöbótarinnar lútersku náði einnig til eyjarinn-
ar afskektu, þar sem flestir af oss eru fæddir. Drott-
inn hagaði því þannig af náö sinni, aö vér, smælingj-
arnir, skyldum þó verða f tölu þeirra, sem sannastan
og sjálfstæðastan kristindóm eiga,—sem sjá auglit
drottins í sönnustu ljósi. það er oss enn þá nýr vitr -
isburöur þess, að hann vill vera vor guö og að vér
séum hans þjóö.
Sextánda öldin er tímabil vaknaðrar samvizku,
sem flýr til frelsara síns. Siöbótin kom til vor í
ófögrum búningi. Hún kom til vor í búningi siöspill-
ingarinnar og gekk fram meö ráni og gripdeildum.
En mennirnir og málefniö er sitt hvað. Brátt vakti
hin nýja hreyfing upp menn eftir sínu hjarta,— menn,
sem störfuöu af lífi og sál aö andlegu afturhvarfi þjóö-