Aldamót - 01.01.1900, Page 14
14
ar vorrar. Vér nefnum nafn Guðbrands biskups
þorlákssonar ávalt meS lotningu. því vart hefir
nokkur maður f sögu þjóðar vorrar unnið annað eins
dagsverk og hann. Á einum mannsaldri snýr hann,
þessi eini maður, hugsunarhætti þjóðarinnar algjör-
lega við, brýtur með vitnisburði sínum kaþólska villu
og hjátrú á bak aftur og gefur þjóð sinni fyrir guðs
náð evangeliskan kristindóm í hreinni og óbrjálaðri
mynd. þennan kristindóm festu þeir svo, Hallgrímur
Pétursson og Jón Vídalín, með guðlegri andagift og
ódauðlegri mælsku í hjörtum þjóðar vorrar. Sjálfsagt
eru þessir þrír menn göfugustu verkfærin, sem drott-
inn hefir notað til þess að gefa hinni íslenzku þjóð
lögmál sitt, evangelíið um Jesúm Krist, og grafa það í
hugskot hennar. það er víst öldungis óhætt að segja,
að drottinn hefir gefið þeim gæfu til að grafa orð hans
og vilja dýpra niður hjá þjóð vorri en nokkurum öðr-
um. Nöfn þeirra ljóma með skínandi letri á sögu-
himni kirkju vorrar.
V.
þetta endurfæðingar-tímabil í sögu mannkynsins
hefir líka sína myrku hlið. það sópaði burt öllum
skelfingum af hjátrú og hindurvitnum, sem kaþólska
villan hafði alið upp hjá mönnum. það hreinsaði
loftið með sínum sterka stormi, svo það varð miklu
heilnæmara. Upplýsing og mentun breiðist út með
undra hraða. Nýja sagan byrjar. það er eins og
mannkynið sé alt í einu komið til fullorðinsáranna.
En brátt kemur það í ljós, að svo er þó engan veginn.
Ymsir af óvinum þeim, sem mannsandinn hafði verið
að glíma við og hugðist vera búinn að leggja að velli,
risu aftur upp í nýrri mynd. í stað kaþólskrar hjátrú-