Aldamót - 01.01.1900, Side 15
ar og hindurvitna birtist nú hin geigvæna galdratrú
og varpar dimmum skugga yfir hinn kristna heim.
petta tímabil nýrrar hjátrúar og hindurvitna, galdra
og gjörninga, ofsókna og pyndinga heyrir seytjándu
öldinni til. þetta myrka freistingartímabil kom á
eftir skírn siðbótarinnar eins og þaö kemur oft og
einatt yfir einstaklinginn á unglingsaldrinum, eftir aö
hann j?ó hefir verið staðfestur í kristindómi sínum.
það er eins og mannsandinn sé leiddur út á eyðimörk,
að hann freistaður verði af djöflinum.
þetta atriði mannkynssögunnar finst mér að
nokkuru leyti svara til hinna hræðilegu fjörutíu
daga í ævisögu frelsara vors, þegar hinn illi óvinur
mannssálarinnar freistaði hans, rétt á eftir skírninni,
og leitaðist við að gjöra lífsverk hans ónýtt. Á þess-
um fjörtíu dögum ber meira á freistaranum en frelsar-
anum. Með engu móti megum vér þó missa þá úr
ævisögu frelsarans. Og mér er næst að halda, að hve
nær sem vér fáum réttan skilning á mannkynssögunni,
munum vér komast að raun um, að vér megum þar
jafn-lítið án þessa myrka tímabils vera, þegar meira
virðist oft og einatt bera á freistaranum en frelsaran-
um. Kristnin í heiminum, einnig hin íslenzka kristni,
varðist þessum freistingum og vann sigur fyrir trúna á
frelsara heimsins. J)essi galdra- og fjölkyngis-þáttur í
sögu seytjándu aldarinnar er eins og dimt og drunga-
legt ský, sem dregur upp á himininn um stund, svo
birtan verður nokkuru minni, en blæs svo burt aftur
og hverfur, og þá njóta menn sólarinnar enn betur en
áður. það er enn eins og áður sáttmálans guð, sem
leiðir þjóð vora gegn um þetta freistingartímabil og
segir: Eg skal vera þinn guð og þú skalt vera
mitt fólk.