Aldamót - 01.01.1900, Page 16
l6
Skömmu síöar dró upp annaö ský á himin kirkj-
unnar, sem ekki var síöur ískyggilegt. þaö var ský
hinnar svo nefndu skynsemistrúar, sem neitaöi því, aö
til væri nokkur sól í andans heimi nema mannleg
skynsemi. Skýiö þykist stundum vera sól og þúfan
fjall. Atján ára gamall drengur, sem ofur lítið er far-
inn aö læra og dálitla nasasjón hefir fengiö á hlutun-
um, þykist stundum alla hluti vita og vill hreint ekki
kannast við neina sól í andans heimi, sem æöri sé en
hin upplýsta skynsemi hans. Atjándu aldar vizkan
var aö mörgu leyti undur lík slíkri unglingsspeki. Hún
þóttist ætla að útrýma öllu yfirnáttúrlegu og setja sitt
ljós í staðinn. Vér áttum einnig vorn skerf af henni.
En drottinn lét einnig þetta ský sér til minkunar
veröa. þessi átjándu aldar vizka er nú fyrir löngu
orðin úrelt og hlægileg.
Nítjánda öldin, sem nú er aö kveöja, hefir í
kristilegu tilliti veriö lík ungum manni, sem enn ekki
er búinn aö fá fótfestu eða fasta stefnu. Hún hefir
hvarflað frá einu til annars, stundum verið heit og
stundum köld; stundum hefir hjarta hennar brunnið
af trú og fögrum hugsjónum; stundum hefir áhugi trú-
arinnar eins og fjaraö út,—vantrúin í ýmsum myndum
orðiö svo hávær, að naumast hefir nokkuð annað
heyrst en hið fánýta skvaldur hennar. Hjá oss ís-
lendingum hefir þetta hvarflandi hugarfar í trúarefn-
um einnig látiö á sér bera og öfugstreymiö og áhuga-
leysið oft og tfðum verið ofan á. En þrátt fyrir alla
deyfð og skort á kirkjulegum áhuga, dylst þó engum,
að drottinn hefir á þessari öld veriö starfandi í sögu
þjóðar vorrar. Um það ber sálmabókin nýja og
margt aanaö ileira gleöilegan vott. Vér vonum fast