Aldamót - 01.01.1900, Side 18
i8
inn og grefur hann æ dýpra og dýpra niður í hugskot
þjóðanna. pví kærleikur drottins í Jesú Kristi er hið
eina, sem frelsar. Hann hefir verið eina aflið, sern
frelsað hefir hið andlega líf þjóðar vorrar um allar
þessar níu aldir. Og vér trúum engum öðrum fyrir
henni á ókomnum tímum en kærleika Jesú Krists.
þegar eg horfi yfir þessa níu hundruð ára sögu,
miklast eg yfir kærleika drottins og þolinmæði. þegar
eg lít til mannanna, sé eg naumast annað en hálfleik
og ótrúmensku. þegar eg lít til drottins, sé eg ekkert
annað en miskunnsemi hans og óumræðilegt langlund-
argeð. Hjarta mitt fyllist þakklæti og lofgjörð.
þakkið drotni, því hans miskunnsemi varir eilíflega!
þegar eg lít fram á veginn og horfi inn í nýja öld, sé
eg ótal hlutverk, sem leysa þarf af hendi,—ótal kristi-
leg skylduverk, sem hrópa með einum munni til hinn-
ar núlifandi kynslóðar: Leysið oss af hendi ! Vér
höfum beðið og beðið, hrópað og hrópað eins og börn,
sem eru að drukna, til einnar kynslóðar á fætur ann-
arri, en það hefir verið gengið fram hjá oss. þegar
eg lít til sjálfs mín og annarra, sem eiga að vera
erindsrekar drottins, byrgi eg ásjónu mína. En þegar
eg lít til drottins, segi eg : Ef hann er með oss, hver
er þá á móti oss ?
Fagna þú þá, íslenzka þjóð, yfir því, að hafa verið
kristin í níu hundruð ár. Fall þú á ásjónu þína
frammi fyrir drotni og þakka þú honum, sem hefir
varðveitt sáttmálann í hjarta þínu allan þennan tíma.
þegar hann hefir sagt: Eg vil vera þinn guð, hefir
hann gefið þér náð til að segja fram á þennan dag :
Eg vil vera þitt fólk.
Biðjum þá drottin, almáttugan og líknsaman,