Aldamót - 01.01.1900, Page 20
Mótsagnir.
Fyrirlestur fluttur á kirkjuþingi í Selkirk þriðjudags-
kvöldið 21. júní 1900.
EFTIR JÚN BJARNASON.
þaö liefir veriö auglýst, aö eg ætlaöi aö flytja hér
fyrirlestur um mótsagnir. Og þykir mér sennilegt,
að þér, háttvirtu tilheyrendur, hafiö, er þér heyrðuö
þá auglýsing — sumir yðar að minsta kosti —, fariö að
geta yður eitthvaö til um þaö, hvers konar mótsagnir
það helzt myndi vera, sem eg heföi sett mér fyrir að
tala um.—því hefir á vorum dögum marg-oft veriö
haldiö fram, og þaö meö mestu áfergju, úr vantrúar-
áttinni, af andstæðingum kirkju vorrar og kristindóms,
að biblían, hin helga ritning, sem kemur með opin-
beranina guðlegu um hin eilífu sannindi sáluhjálp-
arinnar, væri full af mótsögnum. Og meö þessum
hróöugu og háværu staöhæfingum hafa þeir rnenn
reynt til þess að kippa algjörlega fótunum undan
kristindóminum, gjöra trúarjátning vora hlægilega,
fæla almenning frá trúnni á mannkynsfrelsarann
Jesúm Krist. þetta er nú aö vísu ekkert nýtt í sögu
kristinnar kirkju út um heim. Engan veginn þar
fyrst komið upp á þessum síðasta mannsaldri. þvert
á móti hefir þessu vopni verið beitt gegn sannindum
kristinnartrúar með meira eöa minna krafti á öllum öld-
um kirkjusögunnar. En hjá vorri smáþjóö, sem eins