Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 23
23
asta og einbeittasta talsmann, skuli líka vera farinn aS
tala svo mikið um mótsagnir í biblíunni. þér vitið
ailir, við hvern eg á, — séra Jón Helgason, presta-
skólakennara, aðal-útgefanda hins kristilega trúmála-
blaðs ,,Verði ljós!“ Hann heldur því fram í því
blaði, að til sé í biblíunni svo og svo mikið af veru-
legum mótsögnmn. Og hann bendir þar ýmist sjálfur
á mótsagnir ellegar lætur aðra gjöra það. Og svo
langt ganga þær mótsagna-bendingar, að í fljótu
bragði getur virst, að þar sé nákvæmlega höggiö í
sama farið eins og enn sést í ýmsum ritlingum and-
stæðinga vorra hér frá liðinni tíð. Munurinn er nú
reyndar ákaflega mikill. því þar sem þessir síðar
nefndu menn töluðu um mótsagnir í biblíunni frá
sjónarmiði vantrúarinnar, bentu á þær í því skyni að
grafa undirstöðuna undan kristinni kirkju, þá talar
séra Jón Helgason um þær frá sjónarmiði trúarinnar
og leitast við að gjöra þannig grein fyrir þeim, að ekki
þurfi að neinu leyti að korna í bága við meginmál
kristindómsins, hin sáluhjálplegu sannindi trúar vorr-
ar. En alt fyrir það má búast við, að sumum vel
kristnum mönnum af þjóð vorri, bæði hér í landi og
heima á Islandi, sýnist framkoma þessa vinar vors í
trúaratriði því, er hér er um að ræða, mjög varleg
og viðurhlutamikil. Svo stórkostlega hættuleg fyrir
sannleik trúarinnar einmitt fyrir þá sök, að þar talar
kristinn maður, maður, sem í hjartans einlægni ber
velferð kirkju vorrar sér fyrir brjósti. Eðlilegt, að
mönnum geti fundist, að séra Jón Helgason með
þessu móti veiki málstað trúarinnar í stað þess, eins
og auðvitað er tilgangurinn, að styrkja hann. Enda
er því ekki að neita, að eg hefi heyrt stöku menn í