Aldamót - 01.01.1900, Síða 25
25
hefir verið hreyft f ,,Verði ljós !“ En eg ætla þó að
tala um mótsagnir, og það einmitt trúarlegar, biblíu-
legar, kristilegar mótsagnir. Og skal eg þá undir
eins taka það fram, að það eru til í kristindómsopin-
beraninni langtum meiri, merkilegri og stórkostlegri
mótsagnir en þær, sem séra Jón Helgason hefir verið
að benda á í blaði sínu. Ekki á yfirborðinu eins og
þær, sem hann hefir verið að tala um, heldur undir
niðri, í djúpi hins guðlega sannleiksmáls, sem ritn-
ingin hefir inni að halda. Ekki f hinum ytra búningi
orðanna, sem hinir helgu rithöfundar hafa klætt hin
opinberuðu sannindi trúarinnar í, heldur í sjálfu inni-
haldi opinberunarinnar. Ekki í umbúðum hinna
guðlegu sanninda, sem liggja fyrir oss í biblíunni,
heldur einmitt í þeim sannindum sjálfum. Ekki í
auka-atriðunum, heldur í aðal-atriðunum. þar er
fult af mótsögnum. Og um þær mótsagnir er kristn-
um mönnum alveg ómissanda að vita frá upphafi.
Eins og líka allir kristnir menn hljóta á leið trúar-
reynslunnar óhjákvæmilega að reka sig á þær,— verða
því líka ávalt að vera við þeim búnir, þurfa æ betur
og betur eftir því, sem ævitíðin jarðneska líður, að
læra í réttum anda að hugsa um þær, virða þær vand-
lega fyrir sér, — og það alt eins fyrir því, þó að fyrir-
fram sé vitanlegt, að þetta eru ráðgátur, sem aldrei
fæst fullkomin úrlausn á hérna megin grafarinnar.
það má í þessu sambandi minna á eitt vængjað sann-
leiksorð eftir einn af gömlu latínsku kirkjufeðrunum :
Credo quia absurdum est—þ. e.: eg trúi af því að þar
er um það mál að ræða, sem eg með náttúrlegri
hugsan minni get ekkert við átt. Lægi alt efni kristin-
dóms-opinberunarinnar teinrétt fyrir mannlegri skyn-