Aldamót - 01.01.1900, Page 27
27
sjálfa oss á trúarinnar leið til hans komandi meS lífs-
starfi voru og bæn vorri. Hér kemur þannig til greina
bæöi trúarlærdómurinn og siöalærdómurinn kristilegi.
Hvortveggja er óaöskiljanlegur frá Jesú Kristi og
hvortveggja nær þannig inn í eilíföina. Og að sjálf-
sögöu verður hér í tímanum aldrei séð fyrir endann á
neinu því, sem nær inn í eilífðina. Svona er varið
öllum æðstu og dýpstu lífssannindunum, sannindum
trúarinnar. Og fyrir þá sök vilja þau ævinlega fyrir
takmarkaöri skynsemishugsan vorri enda í mótspgn.
En þær mótsagnir trúarinnar eru þess eðlis, að í stað
þess að láta þær verða oss að hneykslunarhellum
höfum vér einmitt gildustu ástæðu til að þakka guði
fyrir þær í dýpstu lotning og með hrærðum hjörtum.
Eg má nú samt til að skýra þetta mál nokkuð
frekar. Skal eg þá fyrst minna á nokkur orð Páls
postula í bréfi hans til safnaðarins í Filippí: ,,þess
vegna, mínir elskanlegir, með því að þér hafið ætíð
hlýðnir verið, þá eflið sáluhjálp yðar“ — eða nákvæm-
ar útlagt eftir frumtextanum: ,,þá beitið allri orku til
að koma sáluhjálp yðar til leiðar— með ótta og and-
vara,-----------því það er guð, sem eftir sinni vel-
þóknan kemur því til vegar í yður, að þér viljið og
framkvæmið. “ það er tvent, sem hér er lögð jafn-
mikil áherzla á : það, sem mennirnir sjálfir gjöra til
þess að ná til sín sáluhjálpinni, og það, sem guð gjörir
til þess að veita þeim hana. það er eins og í hinum
fyrra lið ritningargreinar þessarar alt sé komið undir
mönnunum, en í síðara liðnnm alt komið undir guði.
þetta er mótsögn,—ein af hinum heilögu, blessuðu
mótsögnum kristinnar trúar. það kemur alls staðar
fram slík mótsögn þar sem trúarlærdómurinn og siða-