Aldamót - 01.01.1900, Qupperneq 28
28
lærdómurinn kristni mætast. — Hugsum um bænina.
Vér eigum samkvæmt guSs orSi og eins og líka liggur
í hlutarins eSli aS biSja svo til guSs eins og vér í lífs-
nauSsynjum vorum séum algjörlega upp á hann komn-
ir. En vér eigum hins vegar aS vinna svo aS velferö
vorri, beita allri orku, sem vér eigum, leggja fram
alla vora krafta, eins og alt væri undir sjálfum oss
komiS. þaö er heimtaSur af oss vilji til hins góöa,
og vér getum ekki annaS en samsint því, aö sú krafa
sé í alla staöi réttlát. En þó getum vér ekki tekiö
j?ann vilja hjá sjálfum oss. Líka viljinn, slíkur vilji,
hjá mönnunum er guSleg náöargjöf. Nú elskar guS
mennina alla, syndfallnir og honum óvinveittir þótt
þeir sé, vill velfarnan þeirra allra, frelsan og sálu-
hjálp þeirra allra, og hefir meS sending sonar síns
hingaö til jaröar, meö því aö fórna lífi hans í píslar-
sögunni makalausu, á þann átakanlegasta hátt, sem
hugsast getur, fært sönnur á }?aS mál. En hví fær þá
ekki líka hvert einasta mannsbarn frá honum vilja til
hins góSa, vilja til þess aS þiggja frelsanina í Jesú
Kristi, vilja til þess aö gjörast hans sannur lærisveinn ?
þetta er og veröur ævinlega hér ílífi ráögáta, mótsögn,
sem ómögulegt er aö leysa úr, svo aö fullnægjanda sé
fyrir hugsaninni.
Páll postuli tekur þetta stór-atriöi í trúarlærdóm-
inum kristna, afturhvarfsmáliS, mjög nákvæmlega til
íhugunar í Rómverjabréfinu ; rannsakar þaö mál
hugsunarfræöislega í sambandi viö forherSingarástand
meginþorra Israelsmanna, hinnar útvöldu þjóöar drott-
ins. Og þar kemur þetta tvent til greina : aö einu
leyti hin heilaga, ómótmælanlega krafa til mannsins
um þaS aS ákvarSa sig til guös; en aS ööru leyti hiklaus