Aldamót - 01.01.1900, Page 30
30
a5 láta hana birtast tilheyrendum sínum eins og
kerúb, sem stendur með blikanda sverði við dyr
eilíföarinnar og bannar öllum hugsunarfræðislega þar
inngöngu. Og þegar hann svo endar trúfræðisþáttinn
í þessu sama bréfi sínu, mesta ritverkinu, sem eftir
hann liggur, þá skilur hann við hið stórkostlega, guð-
lega leyndarmál í auðmýkt og lotning hjartans þannig
mælandi : ,,Ó þá dýpt ríkdóms, speki og þekkingar
guðs ! Hversu óskiljanlegir eru dómar hans og órekj-
andi vegir hans! því að hver hefir þekt sinni
drottins ? Eða hver hefir verið hans ráðgjafi ? Eða
hver hefir að fyrra bragði gefið honum, svo að hann
eigi laun skilið ? því að frá honum og fyrir hann og
til hans eru allir hlutir. Honum sé dýrð um aldir,
amen !“
Hinn frægi og göfugi kirkjufaðir Ágústínus sté
feti framar í röksemdaleiðslu sinni út af þessu máli en
Páll postuli. Hann freistaðist til þess út af hinum
grunnhygnu staðhæfingum Pelagíusar, sem hélt því
fram, að maðurinn gæti af sjálfum séi' viljað hið góða
og að mannlegt frjálsræði í þá átt væri jafnvel alveg
ótakmarkað. Ágústínus hnekti þeim öfgum, braut þá
villu niður, en við það að ganga lengra í'rökleiðslu
sinni fyrir hinni hlið málsins en postulinn var ekki
laust við, að hann lenti í gagnstæðum öfgum. Hann
vildi leysa úr mótsögninni, og sú úrlausn nálgaðist
það, að mannlegu frjálsræði væri neitað.
Á reformazíónartíðinni kom vandamál þetta enn
upp. Hin evangeliska kirkja, sem þá var að rísa upp
í heiminum, hlaut nauðug viljug að setja það á dag-
skrá sína, því páfakirkjan með verkaréttlætistilhneig-
ing sinni aðhyltist hina gömlu villukenning Pelagíusar