Aldamót - 01.01.1900, Page 31
3i
meir en til hálfs. Aöalmennirnir í hópi hinna evan-
gelisku mótmælenda voru, svo sem kunnugt er, þeir
Lúter og Calvín. Og taki nú allir eftir mismuninum
á framkomu þeirra í þessu máli. Lúter lætur eins og
Páll staðar numiö við mótsögnina, mótsögn frjálsræö-
isins og hinnar frelsandi náöar. En Calvín leitast viö
að leysa úr mótsögninni. Hann gengur ekki að eins
lengra en Páll postuli, heldur líka lengra en Ágústínus.
Leysir úr mótsögninni á þann hræðilega hátt, aö guð
hafi frá eilííð fyrirhugaö nokkurn hluta mannkynsins
til eilífrar sælu, en nokkurn hluta þess, hinn hlutann,
til eilífrar fordæmingar. Hann lenti hugsunarfræöis-
lega í þessari óskaplegu fjarstæðu, sem gjörir frelsis-
ráöstöfun guðs í Jesú Kristi syndföllnu mannkyninu
til handa algjörlega að engu, fyrir þá sök, að hann
lét sér ekki nægja að hvíla huga sinn í auðmýkt og
lotning trúarinnar við mótsögnina.
Hallgrímur Pétursson kemst algjörlega inn í þetta
mál í einum passíusálminum, sálminum tólfta út af
iðran Péturs. Og hann gjörir þar grein fyrir því á
nákvæmlega sama hátt og gjört er í heilagri ritning.
Hann segir fyrst þetta :
,,Ekki’ er í sjálfs vald sett
(sem nokkrir meina)
yfirbót, iðran rétt
og trúin hreina.
Hendi þig hrösun bráð
sem helgan Pétur,
undir guðs áttu náð,
hvort iðrast getur. “
En þar á eftir kemur hann með þessa áskoran :