Aldamót - 01.01.1900, Síða 32
,, Ef Jesús að þér snýr
með ástarhóti,
líttu þá hjartahýr
honum á móti. “
Og enn fremur :
,,Gráta skalt glæpi sárt,
en guði trúa,
elska hans orðið klárt,
frá illu snúa. “
Hér er gengiö út frá því, að maður með guðs hjálp
geti fullnægt áskoraninni, geti það alt, sem í drottins
nafni er af honum heimtað. Trúin skilur þetta, en
fyrir liugsaninni er hér ráðgáta — mótsögn.
Á sama hátt má rekja allar trúarhugsanirnar
kristilegu svo eða svo langt, en aldrei til enda. Ef
árætt er að rekja þær til enda, þá verður ávalt fyrir
manni mótsögn. Og hugsunarfræðisleg úrlausn á
mótsögninni leiðir í ókristilega, óskaplega villu.
Einhverjum kynni nú að detta í hug, að með
þessu sé einmitt færðar sterkar líkur eða jafnvel
fullkomin sönnun fyrir því, að kristindómurinn sé ekki
sannleikur. Og væri þá þetta, sem nú er af mér tekið
fram, í mesta máta óþarft mál, og allsendis óhæfiiegt
af mér að hafa hér opinberlega við því hreyft. En
þessu víkur þó engan veginn þannig við. því það
veikir alls ekki kristindóminn, þótt sýna megi fram á
og sanna til fullnustu, að heilbrigð hugsan mannlegrar
skynsemi rekur sig margsinnis á, kemst hvað eftir
annað í ógöngur, þegar hún er að eiga við þær kenn-
ingar. það rýrir ekki minstu vitund sannleiksgildi
kristindóms-opinberunarinnar, þótt hún sé full af
hugsunarfræðislegum mótsögnum. það stendur nefni-