Aldamót - 01.01.1900, Page 33
33
lega nákvæmlega eins á með æðstu og dýpstu líís-
sannindin, sem fyrir utan svæði þeirrar sérstöku opin-
berunar eru mönnum kunnug og blasað hafa við anda
mannsins óhrekjandi og ómótmælanleg í öllum áttum
heims á öllum öldum mannkynssögunnar. Mótsagn-
irnar ýmsu, mörgu, sem fyrir oss verða, þegar vér
förum að sökkva hugsan vorri nokkuð djúpt niður í
efni trúar vorrar, innihald guðs orðs í heilagri ritning,
eru nákvæmlega samskonar mótsagnir og þær, er ávalt
hafa orðið fyrir mannsandanuin, þegar hann hefir
verið að eiga við hugsunarfræðislega rannsókn á hinu
ráðanda lífslögmáli og heimstilverunni yfir höfuð að
tala. Líka þar lendir hin skoðandi skynsemi í ógöng-
um. Líka þar rekur hin rannsakandi hugsan sig á
inótsagnir, alveg af sama tagi eins og þær, er fyrir oss
verða á svæði kristnu trúarinnar.
Eg skal hér að eins benda á tvent. Annað, sem
snertir alheimstilveruna ; hitt, sem snertir mannlífið.
Vér hugsum um heimsvíðáttuna. Vér spyrjum
sjálfa oss, hvað langt hún nái, hver sé takmörk henn-
ar, eða hvort hún, ef til vill, hafi engin takmörk,
hvort hún sé óendanleg. Og þá kemur það fram, að
hugsan vor heimtar hvorttveggja. Rúmið hlýtur að
hafa einhver takmörk. það heimtar hugsanin. það
liggur í hlutarins eðli — segir hún. En rennum hug-
anum svo iangt út í geiminn, sem vér getum, — langt
langt út fyrir stöðvar yztu eða fjarlægustu sólkerfa,
sem nokkur jarðneskur stjörnufræðingur hefir eygt til.
Og setjum þar takmörkin. Segjum, að rúmið endi
þar. En þá hljótum vér jafnframt að spyrja : Hvað
tekur þá við ? Eitthvað hlýtur að liggja þar fyrir
utan. Heirnsvíðáttan getur með engu móti endaö
ð