Aldamót - 01.01.1900, Side 35
35
elsku, sem allir hljóta aö beygja sig fyrir í dýpstu
lotning, eru menn — eigendur þeirrar elsku — mjög
oft nauðugir viljugir leiddir út í sannkallaða, sárgræti-
lega píslarsögu. Mestu og átakanlegustu harmsög-
urnar, sem skáld heimsins hafa hugsað út og leitt
fram í bókmentum landanna, eru einmitt út af elskunni
eða kærleikanum.
Eg leyfi mér í þessu sambandi að minna á skáld-
söguna stór-frægu eftir frakkneska rithöfundinn og
spekinginn Victor Hugo, sem ber nafnið Les Misera-
bles, ,,Aumingjarnir“ eða ,,Krossberarnir“,—lang-
mikilfengasta ritverk þeirrar tegundar, sem eg hefi les-
ið, og hið lang-mesta að ætlan minni, sem nokkurn
tíma hefir verið íletur fært. Aðal-persónan í þeirri sögu
er fyrrverandi galeiðuþræll, sem útaf harðneskju þeirri
og grimd, er hann í því ástandi hafði orðið fyrir, misti
algjörlega trú á alt gott, var farinn að hafa það fyrir
satt, að ekkert réttlæti væri neinsstaðar til, hvorki hjá
mönnum né guði, — fyltist gremju og hatri til alls og
allra, komst út í reglulega forherðing. En svo varð
hann fyrir því guðlega happi að komastallra snöggvast
undir áhrif kristins öldungs, hágöfugs gamals biskups,
sem í postullegum skilningi hafði gjörst maður kær-
leikans. Út af því bráðnaði forherðingarísinn í hjarta
hans. Og hann tók þann ásetning með guð fyrir
augum, að fara líka upp frá því að lifa í kærleikanum,
og þannig byrja algjörlega nýtt líf. það tókst þá
einnig með guðs hjálp. Hann fór að elska annarleg
mannslíf af öllu hjarta, tók að lifa fyrir þá fögru hug-
sjón að láta framkvæmdarsaman mannkærleik út frá
sér ganga til allra, en einkum þó þeirra, sem mest
þurftu kærleikans við, bágstöddu inannanna, sem fyrir