Aldamót - 01.01.1900, Side 36
3<S
óviöráðanlegt ólán eöa eigin víti höfðu sokkið niður í
einhverja fram úr skarandi eymd. Hann hélt þessu
dýrðlega kærleikslífi til enda. Og að því leyti leiðist
ásetningur hans vel og blessunarlega út. En á þess-
ari líknarbraut varð hann alt að því óendanlega mikil
harmkvæli út að taka. Lífið þaðan í frá ein óslitinkeðja
af hræðilegum Herkúlesar-þrautum, grátlegt útlegðar-
líf f miðju mannlífi hinna frakknesku milíóna, eins og
Grettis uppi í hinum íslenzku öræfum. Sérstaklega
er vert að geta um stúlkubarnið munaðarlausa, sem
hann frelsaði úr klóm illmenna nokkurra og elskaði
síðan eins og sinn augastein, ól upp með föðurlegri
nákvæmni og lagði bókstaflega alt í sölurnar fyrir.
þar sést fórnfæringarkærleikurinn í lífi mannanna í
sinni fegurstu og fullkomnustu mynd. En þar sést líka,
hve óumræðilega mikill sársauki liggur í þeim kær-
leika eða er afleiðing hans. Ein stórkostleg píslarsaga
kærleikans, algjörlega sönn, tekin út úr miðju lífi
þessarar aldar og allra alda. Hátíðleg, háalvarleg
bending frá hinum mikla skáldkonungi, höfundi þessa
ritverks um það, að enginn maður skuli nokkurn tíma
áræða að gjörast maður kærleikans, enginn áræða að
elska nokkurt mannslíf fyrir utan sitt eigið, sem ekki
frá upphafi er við því búinn, að taka út sorg og sárs-
auka út af elsku sinni, ganga, ef svo vill verkast, með
kærleikann í hjartanu, út í mjög átakanlega píslar-
sögu.
Með tilliti til hinna óteljandi mannslífa, sem
ávalt eiga svo undur bágt í heimi þessum, má vel
kalla mannkynssöguna í heild sinni harmsögu, trage-
díu. En það, sem allra grátlegast er í þeirri alls-
herjar harmsögu, er einmitt það, sem inenn verða út