Aldamót - 01.01.1900, Qupperneq 40
40
leyndardóma lífsins. Og þá skýrist oft fyrir mér um-
hugsunarefni mitt til stórra muna.—Island er eins og
þér vitiö allir mjög einkennilegt, bæði aö því, er nátt-
úru þess og mannlíf snertir, aö mörgu leyti ólíkt öllum
öðrum löndum. Og eitt hið einkennilega við Is-
land er það, að mannabygðin þar er eingöngu eða
nálega eingöngu með ströndum fram. Forfeður vorir
námu þar til forna land ,, milli fjalls og fjöru“; og
þegar því landnámi var lokið á strandlengjunni
hringinn í kring, þá var Island talið albygt. Og eftir
þúsund ár er þetta alveg eins. Bygðin öll er í ná-
grenni sjávarins, sem umkringir landið, á ströndinni,
láglendisblettunum, sem þar liggja, eða í dölunum,
sem þaðan ganga skemra eða lengra upp til fjallöræf-
anna og jökulflákanna í miðbiki landsins. Og þannig
verður það ævinlega. því á bak við þennan strand-
lendiskraga og þessar dalasveitir er með öllu óbyggi-
legt. Og þetta óbygða og óbyggilega uppland — það
er meginið af Islandi að víðáttunni til. I samanburði
við þann mikla, leyndardómsfulla landfláka hitt alt
nálega hverfanda. En af þessu leiðir eðlilega, að
landamerki sýslnanna, sveitanna og jarðanna allra á
íslandi, þeirra, er ná upp til fjallauðnanna inni í land-
inu, eru þeim megin engin til. Landamerki öll hverfa
í upplands-eyðimörkinni. Ef þér lítið á uppdrátt af
íslandi og berið hann saman við uppdrátt af öðrum
löndum, þeim, er mentað fólk byggir, eða jafnvel
hverju landi, sem vera skal, þá sjáið þér undir eins,
að ættjörð vorri, hinni íslenzku, stingur að þessu leyti
í stúf við þau öll. þessi eiginlegleiki er vissulega sér-
kennilegur fyrir Island. En þetta sérkenni á íslandi
er mér tákn frá drotni náttúrunnar og náðarinnar til