Aldamót - 01.01.1900, Page 42
42
því hann er inni í eilíföinni. Jafn-óhugsanlegt, að vér
fáum fært út hiS andlega landnám vort á því svæöi,
eins og það er óhugsanlegt, að nokkurn tíma verði í
bókstaflegum skilningi numið land á öræfunum í mið-
biki íslands. Á hvorutveggja svæðinu er til ósýnileg
takmarkalína, sem segja má um : Hingað, en ekki
lengra. Og það, að engum er unt að komast lengra á
hinu fyrr nefnda svæði, það þarf alls ekki að vekja
neinn grun um það, að hugsanirnar, sem þangað hafa
verið raktar, en renna þar saman í óviðráðanlega mót-
sögn, sé ekki sannleikur. það bendir þvert á móti til
þess, að þar sé að ræða um guðleg sannindi, sem ná
inn í takmarkalausan, ósannsakanlegan eilífðargeiminn.
Eg ætla nú ekki frekar að tala um mótsagnar-
mál trúarinnar yfir höfuð, heldur snúa mér að einu
sérstöku mótsagnaratriði, kristindóminum viðkom-
anda, sem að ætlan minni aldrei hefir verið nauðsyn-
legra að hugsa um og leitast við að gjöra sér grein
fyrir en einmitt nú á vorri tíð. Kristindómurinn kem-
ur með sáluhjálpina til syndugra manna, og hann
gjörir það með því að benda þeim á Jesúm Krist, hinn
krossfesta og upprisna mannkynsfrelsara. í persónu
hans er sáluhjálp allra. Fáist menn til þess í iðran
og trú að knýta sitt líf við hans líf, þá er þeim í sálu-
hjálplegu tilliti borgið í lífi og dauða, um tíma og
eilífð. " Emsamfara þessum makalausa, guðlega fagn-
aðarboðskap'er úrVsömu átt, frá Jesú Kristi sjálfum,
stöðugt komandi krafa til allra lærisveina hans um þá
^órkostlegustu sjálfsafneitan, sem mannkynssagan