Aldamót - 01.01.1900, Page 43
43
þekkir. þeir verSa, ef fullnægt skal hinum drottinlega
vilja, á hverri stundu að vera til þess búnir aS kasta
burt frá sér öllum jaröneskum gæSum. MeS fúsu
geöi verSa þeir, hve nær sem hann heimtar, aö yfir-
gefa alt slíkt á miöri ævileiSinni til þess að geta fylgt
honum eftir. Og svo sterkt kveður hann aS oröi um
þetta sjálfsafneitunarmál, aö hann segir, aö sá, sem
elskar líf sitt, muni missa þaS, en að sá, sem hatar líf
sitt í þessum heimi, muni varSveita þaS til eilífs lífs
(Jóh. 12, 25—sbr. Matt. 10, 39 og Lúk. 17, 33).
Alkunnug eru og þessi orð frelsarans : ,,Hægra er
úlfaldanum að ganga í gegn um nálaraugað en ríkum
manni inn í himnaríki. “ Og sömuleiöis þessi hans
bænarorS : ,,Eg þakka þér, faöir, drottinn himins og
jarðar, aS þú hefir látið þessa hluti vera hulda fyrir
fróSum mönnum og spekingum, en auglýst þá smæl-
ingjum. “ Alt þetta virðist býsna skýrt benda til þess,
aS heimsgæöin jarSnesku sé frá sjónarmiöi kristnu
trúarinnar mjög lítils viröi, jafnve.l einskis viröi eða
minna en einskis virði. Og þá kemur eðlilega fram
þessi spurning : Hlýtur kristindómurinn ekki að vera
stundlegri velgengni manna í jaröneskum efnum til
hindrunar ? Er ekki kristindómurinn þröskuldur á
vegi heimsframfaranna ? Myndi það ekki vera fá-
sinna fyrir vora litlu þjóð, þegar hún nú loksins eftir
margra alda svefnmók er verulega farin aö hugsa um
að bæta hinn jarSneska hag sinn og lyfta sér upp
mentunarlega, að gjöra kristindóminn aS aSalmáli
sínu, setja það mál efst á dagskrá ?
Mér er ánægja aö geta þess, að rétt eftir nýár
síöastliSinn vetur kom út ritgjörð ein, náskyld þessu
máli, í tveim þáttum í ,,ísafold“, aSal-málgagni