Aldamót - 01.01.1900, Síða 44
44
framfaramannanna á íslandi. Fyrirsögn þeirrar rit-
gjörðar er ,,Kristindómurinn og tímanleg velgengni. “
Höfundurinn nafngreinir sig ekki, en kallar sig ,, leik-
mann“. Eg tel þó víst, að þér allir, sem lesið hafið
greinir þessar, hafið undir eins áttað yður á því, hver
sá ,,leikmaður“ myndi vera. Ritgjörðin er stór-
merkileg, og væri óhæfa að ganga fram hjá henni
þegjandi fyrir þá, sem eins og vér trúa því, að kristin-
dómurinn sé hin eina mikla lífsnauðsyn þjóðar vorrar
og allra heimsins þjóða.
í fám orðum skal nú tekið fram aðalefnið í rit-
gjörð ,,leikmannsins“. Hann færir rök að því all-
sterk og í rauninni ómótmælanleg, að enda þótt krist-
indómurinn hafi haft ýmsa ágæta talsmenn á íslandi
og vitanlega náð þar haldi á hjörtum margra, þá hafi
hann þó ekki orðið þjóð vorri þar afl til veraldlegra
framfara. Ekki vill hann þó kenna kristindóminum
sjálfum um þetta, heldur því, að eitthvað hafi vantað
í hinn kirkjulega boðskap á Islandi og þar af leiðanda
einnig í kristindóminn íslenzka, það einmitt, sem hefði
átt að lyfta og getað lyft þjóðinni í menningarlegu
tilliti. Honum finst íslenzkir kennimenn hafi aðal-
lega verið að kenna mönnum að deyja, en að þeim
hafi að nærri því ótrúlega miklu leyti gleymst að kenna
mönnum að lifa. En afleiðingin af þeirri gleymsku
hafi svo orðið sú, að kristindómurinn hafi ekki náð að
hafa áhrif á þjóð vora á íslandi til veraldlegra fram-
fara. Og loks bendir hann á þrjú stórvægileg atriði,
sem einmitt, ef þeirra væri gætt í prédikan kristin-
dómsins, myndi áreiðanlega lyfta þjóð vorri upp í
stundlegum efnum. Hinn sterki vilji Jesú Krists, eins
og hann birtist hjá honum sem manni á dögum hinn-