Aldamót - 01.01.1900, Síða 45
45
ar jarönesku holdsvistar hans. þaö er hiö fyrsta.
Annaö hin dýrölega miskunnsenii hans við alla bág-
stadda. Og þriðja hinir djúpskygnu vitsmunir hans.
Væri hetta þrent rækilega prédikaö almenningi, þessar
þrjár lífseinkunnir Jesú Krists skýrt látnar koma út
í hinum kirkjulega boöskap, svo að þær stæöi á eftir
úthleyptar í trúarmeðvitund tilheyrandanna, þá myndi
þaö að ætlan ,,leikmanns“ leiða til þess, að þjóöin
miklu betur en hingaö til hefir sýnt sig nyti sín í hinni
tímanlegu lífsbarattu.
Eg er nú ,,leikmanni“ í öllu verulegu samþykkur,
og er honum mjög þakklátur fyrir þetta erindi sitt.
því það er hiklaus sannfæring mín, að í kristindómin-
um sé afl til stundlegra eða jaröneskra framfara, og
það jafnvel sterkara en nokkurt annað, sem mann-
kyninu er kunnugt; en í annan stað einnig sannfæring
mín, að kristindómurinn hafi ekki nema að litlu
leyti sýnt þessi áhrif í þjóðlífi íslands.
þó má ekki gleyma því, að ellefta og tólfta öldin
voru fyrir Island sannkallaðar gullaldir. þjóðlíf ís-
lendinga lyftist þá sýnilega upp í hagíræðislegu og
menningarlegu tilliti á miklu hærra stig en áður. Og
getur engum blandast hugur um það, að þær gleði-
legu þjóðarframfarir voru bein afleiðing af kristnitöku
íslendinga. það er herfilegasti misskilningur, að siða-
skiftin á íslandi við lok tíundu aldarinnar hafi ekki
verið annað en trúarleg formbreyting hið ytra. Krist-
indómurinn náði í sannleika þá mjög sterku haldi á
þjóðarhjartanu. þjóðin endurfæddist þá í raun og
veru. Nýtt andans líf hófst þá í landinu. Og lífið
nýja blómgvaðist og bar ríkulega ávexti, — ávexti, sem
meðal annars komu fram í stór-aukinni hagsæld al-