Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 48
Canada. Og hugsið enn allra snöggvast um Frakk-
land, sem lengi vel var talið lang-fremsta mentalandiö
í heiminum. Stórveldi er það enn kallað, en ákaflega
mikið hefir það þó orðið aftur úr á síðari tímum. Hin
fyrrverandi dýrð þess hefir til stórra muna fölnað.
þjóðlífið þar er háð megnri spilling. Ormur liggur
þar á gullinu. þjóðin frakkneska er sýnilega að missa
lífsmagn sitt. Og sumir bera kvíðboga fyrir því, að
hún visni algjörlega upp.—En nú vill svo til, að þetta
er einmitt það land, sem sterkastar vantrúaröldur
hafa hvað eftir annað gengið yfir. Kristindómurinn
hefir aftur og aftur verið gjörður þar útlægur. Og svo
ramt hefir að því kveðið, að einatt hefir ekki mátt
nefna guð f neinni kenslubók fyrir hina opinberu skóla
landsins. — Myndi nú ekki afturförin, spillingin og
visnanin í þjóðlífi Frakka standa í sambandi við trúar-
ástandið þar, örlög þau hin illu, sem kristindómurinn
langa-lengi hefir þar orðið að sæta frá hálfu hinna
ráðandi stjórnarvalda ? það getur naumast verið neitt
vafamál. Hið stórkostlega fráfall frá kristnu trúnni
þar hefir vissulega verið aðal-orsök þeirrar hnignunar,
sem á síðari tímum er komin fram hjá hinni frakk-
nesku þjóð í jarðneskum efnum.
þjóðlífshagurinn jarðneski í hinum ýmsu löndum
víðsvegar um heim er sýnilega fremur öllu öðru kom-
inn undir því, á h\e 'náu eða lágu stigi þjóðirnar standa
í trúarlegu tilliti. Og kemur þá auðvitað ekki að eins
til greina, hvaða trú það er, sem almenningur játar í
því eða því landinu, heldur einnig, hvað miklu haldi
trúin hefir náð á hjörtum manna. Sama kristna trú-
artegundin að játningunni til ber engan veginn alls-
staðar jafn-mikla ávexti í stundlegum efnum hjá þjóð-