Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 50
5ó
hinum voldugu Bretum,—Búana. Enginn heföi búist
viS þeim styrk og þeirri hreysti, sem komið hefir fram
í þessari baráttu hjá þeim lítilmótlega bændalýö.
Mótstöðuafl þeirra hefir virst nálega yfirnáttúrlegt.
Vörn þeirra eigi síður aðdáanleg en sú, er Leónídas
og hinir útvöldu spartnesku fylgismenn hans sýndu
forðum í Laugaskaröi gegn hinum ægilega, óvíga
Persaher. Hvaðan myndi Búum vera kominn slíkur
undra-máttur ? Mér getur ekki betur skilist en að
aðal-orsökin sé sú, að kristindómurinn, en þótt í frem-
ur ófullkomnum búningi, hefir verið og er þessum litla
þjóðflokki svo hjartanlegt alvörumál. þar hefir vilja-
styrkurinn, sem ,, leikmaðurinn “ í,, Isafoldar1 ‘-ritgjörð-
inni talar um, svo greinilega birst í föðurlandsástinni.
Aðal-styrkur Breta í baráttu þeirra fyrir heimsmenn-
ingunni og Búa í baráttu þeirra fyrir sjálfstæði sínu
gegn Bretum á rót sína að rekja til hinnar kristnu
trúar hvorra um sig. Kristindómurinn aðal-lífsafl
tveggja þjóða, sem eru að berast á banaspjótum.
þetta er mótsögn, •— ein af hinum raunalegu mótsögn-
um trúarinnar og mannkynssögunnar. En það getur
verið og er sannnleikur engu að síður.
Árið 1876 stóð hið mikla hátíðarhald í Banda-
ríkjunum út af því, að þá var heil öld liðin frá því, er
það land eftir hina heimsfrægu frelsisbaráttu varð
sjálfstætt þjóðveldi. Og svo sem kunnugt er var einn
stórvægilegur þáttur í því hátíöarhaldi sýningin merki-
lega í Philadelphia, sem jafnframt var regluleg heims-
sýning. Hið hundrað ára gamla ameríkanska lýðveldi
auglýsti sig þá eins og aldrei áður fyrir heiminum.
Og meðal annars varð það þá lýðum hinna gömlu landa
opinbert, hve sterkt afl kristindómurinn var í þjóðlífi