Aldamót - 01.01.1900, Síða 57
57
um efnum, hinn marg-endurtekni ósigur, sem þeir biöu
íviðskiftum þeirra viö nágranna þeirra, heiðingjana,
hin tímanlega eymd þeirra og ólán, stafaði beinlínis af
sviksamlegu fráfalli þjóðarinnar frá hinni sönnu guðs-
trú. Fyrir þá sök brotnaði ríki Salómons sundur eftir
að Róbóam sonur hans var nýkominn til valda. Fyr-
ir þá sök var ríki hinna tíu kynkvísla gjöreytt hálfri
þriðju öld síðar, og meginþorra þess lýðs sópað
burt austur til Assyríu. Fyrir þá sök fellur Júda-
ríki eitt hundrað þrjátíu og fjórum árum síðar og
sá lýður er herleiddur í útlegöina í Babýlon. Og
fyrir þá sömu sök er Jerúsalem árið 70 eftir Ivrists
fæðing brotin niður af hinum rómverska her, musterið
dýrðlega brent upp til kaldra kola, meiri hlutinn af
fólki fyrirheitanna höggvinn niður eða krossfestur, en
hinir allir — leifar þjóðarinnar—fluttir burt sem á-
nauðugir bandingjar, og Gyðingaland alt lagt í von-
lausa rústarauðn. Og þar sem Jesús sjálfur sagði
þennan mesta og hræðilegasta hegningardóm yfir hin-
um útvalda lýð guðs svo skýrt fyrir, þá ætti það eitt
að geta verið öllum fullnaðarsönnun fyrir því, að hann
hélt því föstu, að hagur þjóðlífsins þess eða þess fer
fremur öllu öðru eftir trúarástandi almennings, og þá
að sjálfsögðu einnig því, að kristindómurinn, þar sem
hann næði verulegu haldi á hjörtum almennings,
myndi leiða tii alveg fram úr skarandi blessunar í
jarðneskum efnum fyrir það sama fólk.
það ber þó tiltölulega mjög lítið á því f kenning
Jesú og postuHnna, að kristindómurinn muni leiða til
þessarar sérstöku blessunar, í samanburði við áherzl-
una miklu, sem á hagsældar-atriðið er lögð af hinum
guðlegu prédikurum á gamla testamentis tíðinni. Og