Aldamót - 01.01.1900, Síða 59
59
þessa sömu kröfu hlýtur kirkjan ávalt í^Jesú nafni aö
koma til allra. því ef þessari kröfu væri slept, þá
yröi afleiðingin af því mjög skiljanlega, aö fólk tæki
til aö streyma inn í kirkjuna um fram alt í von um
jarðneskan gróða, tímanlega velgengni, en misti sjón-
ar á hinum himnesku fyrirheitum trúarinnar, -—lifði
svo í kirkjunni með hugann festan við heimsgæðin, og
kæmi því loks til leiðar, að kirkjan með hinu verald-
lega hugarfari ráðanda yfir sér kipti fótunum undan
framtíðar-hagsæld almennings. Með þessu má aug-
sýnilega að miklu leyti afsaka það, sem ,,leikmaður-
inn“ í ,,ísafold“ finnur að kennimönnunum á Islandi
bæði á fyrri og síðari tímum, að þeir í hinum kirkju-
lega boðskap sínum hafi aðallega verið að kenna
mönnum að deyja í stað þess að kenna mönnum
að lifa.
Kristindómurinn er sterkasta framfara-aflið í
mannkynssögunni og tímanleg velgengni landa og lýða
því fremur undir honum komin en nokkru öðru. En
hér má minnast orða frelsarans, er hann segir : ,,Nær
þú vilt gefa ölmusu, þá viti ekki hönd þín hin vinstri
af því, hvað sú hægri gjörir“ (Matt. 6, 3). Kirkjan
og kristna trúin má svo gott sem ekki vita neitt af
góðverki því hinu mikla, sem hún er að vinna heim-
inum í þessa sérstöku átt. Hin jarðneska hamingja,
sem þaðan hefir streymt og er stöðugt að streyma út
yfir löndin, má nálega ekki fyrir kirkjunni koma til
greina. því annars er svo afar hætt við því, að menn
missi sjónar á aðal-þýðing kristindómsins, hinni sálu-
hjálplegu þýðing hans, að aðal-efni kristinnar trúar
visni upp í höndunum á mönnum kirkjunnar, og svo
komi hin fyrirheitna blessan út af kristindóminum alls