Aldamót - 01.01.1900, Síða 60
6o
ekki fram, hvorki í andlegum né jaröneskum efnum.
Sáluhjálp syndugra manna í Jesú Kristi veröur því
ávalt aö vera aöal-atriöið í hinum kirkjulega boðskap.
Með því móti er mönnum auðvitað kent að deyja, en
ef sú sáluhjálparlexía á annað borð lærist mönnum til
hlítar, þá verður afleiðingin af því sú, að þeir hinir
sömu rfrenn rækja hin jarðnesku skyldustörf sín sam-
vizkusamlega og láta sem mest gott af lífi sínu leiða.
Með því að kenna mönnum svo vel að deyja kennir
kristindómurinn mönnum svo vel að lifa.
En hvernig stendur þá á því, að kristindómurinn
hefir svo raunalega lítið leitt til tímanlegrar velgengni
í lífi þjóðar vorrar úti á Islandi ? því það er víst ó-
mótmælanlegt, sem ,,leikmaðurinn“ tekur fram, að
boðberar kristindómsins þar hafi umfram alt gjört sér
far um að kenna inönnum að deyja. Hér getur virst
ein undarleg mótsögn komin fram í þjóðlífi voru,
vitnandi hátíðlega gegn hinu almenna mótsagnar-
lögmáli kristindómsins, sem þegar hefir verið sýnt
fram á. En þess ber fyrst og fremst að gæta, að á
hinum allra erviðustu krossins tíðum gætir framfara-
aflsins, sem í kristindóminum liggur, oft nálega alls
ekki. En í stað þess verður kristindómurinn mönnum
þá aðallega guðlegt þolinmæðisafl til þess að líða. Og
þannig var það á Islandi, þegar kristindómurinn var
þar með mestri andagift og trúmensku prédikaður, —
af öðrum eins mönnum og Hallgrími Péturssyni og
Jóní Vídalín. En það að kristindómurinn á síðari
tímum, eftir að þjóðin þó miklu fremur en áður gat
farið að hugsa um jarðneska viðreisn sína, ekki heldur
reyndist neitt verulegt stuðningsafl til slíkra framfara,
það stafar vissulega lang-helzt af því, að kirkjan fyrir