Aldamót - 01.01.1900, Page 61
6i
utan aö komandi vantrúaráhrif var hnigin niður á lægra
stig, í persónum kennimanna sinna búin aö missa forn-
an trúarstyrk og trúarhugmyndir almennings komnar á
sívaxandi ringulreið. Slíkur kristindómur — bilaður,
mergsvikinn, feiminn, fálmandi — getur ekki orðið
neinu þjóðlífi verulegt framfara-afl.
En svo er og að muna eftir því, að íslenzka kirkj-
an er ekki frjáls, sjálfstjórnandi kirkja, heldur ófrjáls
ríkiskirkja, hnept í fjötra hins veraldlega stjórnarvalds.
Eftir því, sem til hefir verið ætlast, á það fyrirkomu-
lag kirkjunnar reyndar að vera henni til stuðnings,
kristindóms-málefninu til eflingar. En eins og það er
þvert á móti hinni upphaflegu hugsjón kristnu trúar-
innar, eins hefir það í reyndinni yfir höfuð að tala
orðið því til hindrunar, að kristindómurinn fengi að
njóta sín og sýna til fullnustu þann guðlega kraft, sem
í honum liggur einstaklingunum og félagslífinu til
blessunar. Einkum er þó þetta ríkiskirkju-fyrirkomu-
lag nú orðið óhafanda, því það rekur sig nú stöðugt á
hinar almennu frelsishugmyndir, er í seinni tíð hafa
rutt sér til rúms í mentalöndum heimsins, líka í þjóð-
lífinu á Islandi. Og sannarlega ber það vott um ein-
hvern trúarlegan hugsana-rugling meira en lítinn hjá
kristindómsvinum þjóðar vorrar, að þeir, svo eða svo
margir, ímynda sér, að frjáls kirkja, hinu veraldlega
stjórnarvaldi óháð, geti ekki þrifist á íslandi. J)eir
hræðast fátæktina og hin erviðu kjör landslýösins og
hafa augsýnilega litla eða enga von um það, að það fé,
sem nú er lagt fram kirkjunni til.viðurlífiseðaframfær.is af
hálfu landstjórnarinnar eða sem lögskipuð skyldugjöld
af almenningi, fengist frá fólkinu kristna í landinu, ef
það í frjálsri kirkju ætti sjálft að ráða. En með þessu