Aldamót - 01.01.1900, Side 62
Ö2
er óbeinlínis játaö, aö það sé aöallega nauöungar-
kristindómur ríkjandi í íslenzku kirkjunni. Og er þá
sannarlega komið meira en mál til þess, aö það ástand
hætti og nýtt kristindómslíf byrji, sem hvílir á göfugra
og tryggara grundvelli. Mér hefir stundum veriö bor-
ið þaö á brýn, að eg heföi litla trú á íslandi. Eg hefi
þó að minnsta kosti svo mikla trú á því, aö eg er hik-
laust sannfærður um, að frjáls kirkja getur þrifist þar,
því eg hefi trú á því, að hún geti þrifist á hverju ein-
asta byggðu bóli á jarðarhnettinum. Og þó að eg
hátíðlega hljóti að játa, að kristna trúin er veik hjá
mér, þá hefi eg þó svo sterka trú á kristindóminum,
að eg efast ekki eitt augnablik um það, að hagur kirkj-
unnar á íslandi myndi stórkostlega batna við það að
verða frjáls og sjálfstjórnandi, að hún myndi miklu
betur vinna skylduverk sinnar guðlegu köllunar, miklu
betur gæta sinnar heilögu ábyrgðar. En jafnframt
hlyti hún í því ástandi á þessari tíð ósjálfrátt að verða
miklu sterkara lyftingarafl þjóðlífinutil jarðneskra fram-
fara en hugsanlegt er að hún nokkurn tíma geti orðið
í fjötrum hins veraldlega stjórnarvalds.
*
* *
Eg er nú eiginlega búinn að tala út í þetta sinn.
En á nokkuð vil eg þó enn minnast áður en eg hætti.
það er fyrst fyrirheitið drottinlega, sem til vor kemur
í kristindómsorðin j, um nýjan himin og nýja jörð,
þar sem réttlætið mun búa. I annan stað fyrirheítið
um hina líkamlegu upprisu einstaklinganna. Og í
þriðja lagi trúarvissan kristilega um það, að guðs son,
mannkynsfrelsarinn Jesús, við líkamlega burtför sína
héðan frá jörðu tók manndómseðli sitt með sér til
himna. þetta allt er oss kristnum mönnum guðleg