Aldamót - 01.01.1900, Síða 65
Réttlætingin af trúnni.
Umræðu-upphaf á kirkjuþingi í Selkirk mánudag
25. júní 1900.
EFTIR JÓNAS A. SIGURDSSON.
þetta eru og eiga aö \era einungis inngangsorð,
en engan veginn endileg orð um hið þýðingarmikla og
erviða umtalseíni, sem liggur fyrir og mér hefir,
nauðugum viljugum, verið fengið til umtalsefnis, að
því er þessi upphafsorð snertir. þau eru að eins
upphaf á umræðum, sem enn betur skýra fyrir yður
umtalsefnið. Og auk þess, að þessi kenning um rétt-
lætinguna af trúnni er í eðli sínu guðfræðisleg, hefir
og talsverður misskilningur orðið all-almennur vor á
meðal á einmitt þeirri kenningu. Hún liggur, hygg eg,
all-fjarri eðli margra manna, og ekki sízt fjarri þeim
aldaranda, er umhverfis oss ríkir. Eins hefir víst
fremur fátt verið um hana skráð á íslenzku máli, og
framsetningin, að því er hana snertir, hefir verið æði
þunglamaleg og ekki við barna hæfi í barnalærdóms-
bókum vorum. Of mörg íslenzk börn munu því lítið
hafa grætt á sjálfum kver-lærdómnum, að því er þessa
kenningu snertir. Alt þetta gjörir umtalsefnið ervið-
ara, en ef til vill um leið nauðsynlegra.
Og þó eg viti vel, að lítið verður á þessum orðum
mínum að græða og að þau verða vafalaust jafnvel
óvanalega óíslenzk og þunglamaleg, bið eg þó um óskift
athygli yðar, — og eins umburðarlyndi, helzt af öllu.