Aldamót - 01.01.1900, Síða 66
66
Eg óska og vona, aö kenning hinna lútersku guö-
fræöinga, trúarjátninga og kirkju komi fram í þessum
oröum, en þó einkum kenning nýja testamentisins,
sem öll vor kenning og kirkja, trú og andlegt líf,
grundvallast á.
* * *
Flestum er það kunnugt úr sögu Lúters, hvern
þátt þessi kenning um réttlætinguna af trúnni átti í
afturhvarfi hans, — öllu hans andlega lífi og ævistarfi.
þegar hann sat í klausturklefa sínum í rökkri hinna
rómversku villukenninga um verkaréttlætið, yfirkom-
inn af andlegum harmi og ógurlegustu meðvitund um
synd, sem hann fann aö var ófyrirgefin og ófriðþægð,
þrátt fyrir öll ytri meinlæti, sem hann lagði á líkama
sinn, þá huggaöi aldurhniginn munkur hann með því,
að benda honum á trúarjátninguna um fyrirgefning
syndanna. Hinn merkilegi ábóti Jóhann Staupitz
benti Lúter einnig á kenningu Páls postula í 3. og
4. kap. Rómverjabréfsins um réttlætinguna af trúnni
án verka lögmálsins.
Síðar, þegar Lúter fór 1511 til Rómaborgar í
erindum munkareglu sinnar, reyndi hann enn að upp-
fylla allar hinar ytri, ónýtu réttlætisreglur rómversku
kirkjunnar, sem hann átti bágt meö að losa sig viö.
En þá bergmáluðu æ í eyrum hans þessi guðlegu orð :
,,Hinn réttláti af trú mun lifa. “
þau orð reyndust sáð siðbótarinnar í akurlendi
drottins, — hjarta Marteins Lúters.
Af þessu verður það þegar ljóst, hvern þátt þessi
kenning á í siðbót 16. aldarinnar og í tilveru hinnar
evangelisku lútersku kirkju. Réttlætingin af trúnni
er réttilega skoðuð sem ein aðal-kenning kirkju vorr-
*