Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 67
Ö/
ar. Hún var aðal-þátturinn í afturhvarfssögu Lúters
sjálfs ; hún er einn hyrningarsteinninn í því kirkjulega
musteri, sem menn eun í dag kenna viö hann; og hún
er, ef aö er gáö, þungamiðjan í allri siöbótar-
hreyfingunni. *
Hún er ekki einungis hið innra andlega afl í
hjarta og lífi Lúters og trúarmeövitund siðbótar-
mannanna, heldur er hún og beinlínis orsök hinna
ytri framkvæmda til viöreisnar kirkjunni.
Hin óguðlega aflátssala Leós páfa hins tíunda, —
fyrirskipuö undir því yfirskini, aö reisa í Róm hina
frægu Péturskirkju, en í raun réttri gjörð til að fylla
eigin fjárhirzlur,— var vitanlega hin beina ytri ástæða
þess, að Lúter lagði út í siðbótarbaráttuna. Fyrir-
gefningarsala páfans var bygð á verkaréttlæting róm-
versku kirkjunnar. Mótmæli Lúters voru bygð á
kenningu nýja testamentisins um réttlætinguna af
trúnni. Með hinni fyrri hrundi — eða hrynur — hof
páfadómsins, sem nefnt er kirkja. Með hinni síðari
reis upp hin evangeliska, endurreista kirkja Krists og
postulanna.
Lúter nefndi því þessa kenningu : ,,merki hinnar
standandi eða fallandi kirkju“. Og naumast sagði
Lúter of mikið, er hann staðhæfði : ,,Ef þessari
kenningu er haldiö hreinni, verður kirkja Krists hrein;
en ef ekki, þá er ómögulegt að veita villu og öfga-
anda viðnám. “
í hinu merkilega trúarjátningarriti voru, Ágsborg-
arrátningunni, sem er aðal-játningarrit allrar lút-
ersku kirkjunnar, skrifað af Melankton og lagt fram
fyrir Karl keisara fimta á ríkisþinginu í Ágsborg 1530
í nafni prótestanta og undirskrifað af hinum þýzk-