Aldamót - 01.01.1900, Blaðsíða 68
éS
lútersku landshöfðingjum, er )?ví eölilega ein fyrsta og
aðal-greinin um réttlætinguna af trúnni. Fyrsta grein
Agsborgarjátningarinnar er um guð, önnur um upp-
runasyndina, þriðja um guðs son, og hin fjórða um
réttlætinguna af trúnni. Get eg þessa hér til að tákna
hið andlega öndvegi, sem þessi kenning skipaði hjá
hinum göfugu, guðhræddu, hreintrúuðu siðbótar-
mönnum. Greinin er þannig :
,,Enn fremur kennum vér, að mennirnir geti
ekki réttlætst fyrir guði af eigin kröftum, verðskuldun
eða verkum, heldur réttlætist þeir án verðskuldunar
fyrir Krists sakir af trúnni, þegar þeir trúa, að þeir séu
teknir til náðar og syndirnar fyrirgefnar vegna Krists,
sem með dauða sínum hefir fullnægju gjört fyrir
syndir vorar. þessa trú reiknar guð manninum til
réttlætis fyrir sér. Róm. 3 og 4. “
Hið sama er kent í fræðaskýring Lúters, framan
við barnalærdómsbækur vorar, sem er annað aðal-
játningarrit lútersku kirkjunnar. Skal eg rétt minna
á þessi orð í skýringu hans á 3. grein trúarjátningar-
innar: ,,Eg trúi, að eg geti eigi af eigin krafti. “ Og
síðar í sömu skýring : ,,Og gefa mér og öllum rétt-
trúuðum fyrir Jesúm Krist eilíft líf og sáluhjálp. “ I
skýring 5. bænarinnar er af Lúter talað um oss sem
,,ómaklega“, ,,því daglega syndgum vér og verðskuld-
um ekki annað en hegningu“. Og fleira þessu líkt
mætti hér nefna.
Af þessu er, vona eg, augljóst, að næst þekking-
unni á guði, trúnni á guðs son og skilningi manna á
syndinni, leggja siðabótarmennirnir áherzlu á guðs
orði samkvæman skilning á réttlætingunni af trúnni,
.— leggja áherzlu á það, er gjörir kristna trú að trú,